fbpx
Category: Fræðsla
18júl

Það hafa alltaf verið tvær vinsælar spurningar sem ég (Fjóla Signý) hef fengið sem landsliðskona í frjálsíþróttum það er – „í hvaða skóm hleypur þú?“ og svo „hvað borðar þú?“.

Ég er búin að nota Brooks hlaupaskó í yfir 10 ár og vinna fyrir merkið í rúm 4 ár. Núna eftir Covid hefur hlaupaæði gripið landann sem aldrei fyrr. Ég fæ því nánast daglega spurningar um hlaupaskó, hvernig eigi að velja og hvaða skór henta. Loksins er ég búin að skrifa þetta blogg og taka myndbönd með frekari skýringum.

Í þessu bloggi og myndböndum mun ég ræða:

 • hvað þú þarft almennt að hafa í huga þegar þú ert að velja góða hlaupaskó (hælkappinn á að vera stífur og sólinn aðeins að brotna undir táberginu – ef skórinn á að gera eitthvað fyrir fótinn á þér)
 • hvað þú ert að leitast eftir. (undir hvaða flokk flokkast skórinn, finndu hvernig fjöðrunin er í sólanum, hvernig er gripið undir ofl.)
 • hvaða spurningar þú ættir að spyrja (starfmaður ætti að vita úr hvaða efni sólinn er, hvert “droppið” er, hver munurinn er á milli ólíkra týpa)
 • hver er munurinn á hlaupaskóm (hvað notaru í löngu túrana / spretti  / göngur ofl.)
 • Hvernig skó vantar þig? (styrkta/hlutlausa, hvernig æfingar ertu að gera, ertu með verki einhverstaðar?)

Ég mæli alltaf með því að fara í göngugreiningu há Fætur Toga til að fá sem nákvæmasta greiningu hvernig skór henta þér best. Með nákvæmri greiningu er hægt að sjá hvaða stuðning þú þarft og fá ráðleggingar hjá starfsfólki sem vita mikið um eiginleika skóna.

Ef þú vilt reyna greina sjálf/ur hvort þú þarft styrkta skó gætir þú skoðað skó sem þú hefur notað mikið. Ef skórnir eru :

 • mikið eyddir efst við ökklann að innanverðu
 • skórnir falla inn við ökklann að innanverðu
 • ef þú labbar mjög útskeif/ur
 • Tekur myndband af þér labba á tánum og sérð að ökklinn fellur inn í hverju skrefi

Ef þetta á við þig er líklegt að þú þurftir innanfótastyrkta skó (oft talað bara um “styrkta skó”).


Einnig mun ég ræða um 3 flokka af skóm hjá Brooks

 • höggdempandi skór
 • utanvega skór
 • fjaðrandi/hraðir skór

Ég veit flest allt um Brooks skó og þessvegna tek ég þá vel fyrir. Brooks var stofnað í Bandaríkjunum 1914. Síðustu 15 ár hefur Brooks verið það hlaupaskómerki sem hefur hlotið flest verðlaun frá óháðum aðila. Brooks var kosið hlaupafyrirtæki ársins mörg ár í röð


Hér kemur fyrsta myndbandið þar sem ég ræði almennt um hlaupaskó, sama hvaða íþróttamerki þú velur.

Hvað þú þarft að hafa í huga og hvernig þú velur rétta skó fyrir þig:

Í myndbandinu hér að ofan tala ég um:

Hvernig þú átt að skoða skóinn:

 • Hversu stífur er hælkappinn?
 • hvar og hvernig brotnar skórinn?
 • úr hvaða efni er sólinn?
 • hvernig er gripið undir sólanum?
 • Ertu með breiðan eða grannan fót?
 • Ertu með verki einhverstaðar í líkamanum?
 • Þarftu hlaupaskó sem eru sérstaklega fyrir þunga hlaupara?
 • Þarftu hlutlausa eða styrkta skó?

Ef ég ætti að gróf flokka hvaða Brooks skó þú ættir að nota hvenær mundi ég flokka þetta svona:

Ég mæli með að þú fáir þér Ghost eða Glycerin (eða Adrenaline eða Glycerin GTS ef þú þarft styrkta skó) ATH! það er hægt að fá Ghost GTX – vatnshelda.

 • Ef þú:
  • ert að byrja að hlaupa
  • ert að hlaupa marga kílómetra 10 km eða meira
  • finnur fyrir verkjum í ökklum, beinhimnubólgu, hnjám, mjöðmum, baki
  • Ert standandi eða labbandi allan daginn í vinnunni (t.d þjónar, heilbrigðisstarfsmenn, húsverðir, afgreiðslufólk ofl)
 • Það er myndband hér að neðan þar sem ég tala um höggdempandi skó

Ég mæli með að þú fáir þér Dyad, Beast / Ariel eða Addition Walker ef þú:

 • ef þú ert með mjög breiða fætur (ATH það er hægt að fá breiða Ghost)
 • ef þú þarft mikinn stuðning við fæturna
 • Ef þú ert í yfirþyngd og þarft sterkari skó.

Ef þú ert að leita af skóm í ræktina (crossfit, líkamsræktarsalinn, boot camp, eða sambærilegt) mæli ég með að þú skoðir hraða/fjaðrandi skó. (sjá hér að neðan)

Ef þú ert að leita af skóm fyrir fjallgöngur eða viðavangshlaup mæli ég með að þú skoðir skó fyrir utanvegahlaup hér að neðan.

Ef þú ert að velja utanvegaskó mæli ég með:

 • Cascadia  þegar þú ert að fara í mikinn bratta, lausamöl og drullu. Frábærir til að keppa utanvegahlaupum ef þú þarft að hlaupa yfir ár. Þeir hleypa vatni mjög vel frá sér.
 • Cascadia GTX Ef þú ert að ganga/hlaupa mikið í röku undirlagi t.d drulla eða mýri. Ert einnig að fara í bratta og lausamöl. Ætlar ekki að vaða yfir ár, heldur passar að fara aldrei í vatn sem nær upp fyrir skóinn.
 • Divide ef þú ert að leitast eftir skóm til að fara bæði utanvega og á mabikið. Hentar vel að hlaupa á stígum, eins og í Heiðmörk og Elliðárdalnum. Hleypa ekki vatni vel frá sér, eru léttari en Cascadia
 • Caldera ef þú vilt hafa skóna þína frekar flata (lítið dropp). Kannt vel við að vera í skóm með þykkum sóla. Henta mjög vel fyrir ultra utanvegahlaup 40km +. Hleypa vatni vel frá sér.
 • Catamount Ef þú ert að keppa og vilt bæta tímann þinn. Þeir eru hraðir og léttir.
 • Það er myndband hér að neðan um utanvegaskó

Þú vilt fá þér hraða / fjaðrandi skó ef þú vilt:

 • Vantar skó í ræktina eða aðrar þrekæfingar
 • Fyrir keppnishlaup og vilt bæta tímann þinn
 • Vilt ná meiri hraða á tempo/hraða æfingum
 • ATH! ekki gott að vera of mikið í hröðum/fjaðrandi skóm ef þú ert með verki í fótum eða annarstaðar í stoðkerfinu.
 • Það er myndband hér að neðan þar sem ég tala um hraða og fjaðrandi skó.

Í flokki hraða og fjaðrandi skó hjá Brooks eru eftirfarandi skór:

 • Hyperion Tempo: mjög léttur og hraður skór. Jafnframt er hann frekar mjúkur miða við hraða skó. Það er hægt að nota þennan skó allt frá sprettum sem eru mældir í metrum upp í marga kílómetra.
 • Hyperion Elite: keppnis skór fyrir götuhlaup. Eru með carbon plötu, þeir henda þér áfram í hverju skrefi.
 • Launch er hlutlaus og styrktur er Launch GTS. Hentar vel í ræktina, frjálsíþróttaæfingar og aðrar þrekæfingar. Léttur og þægilegur
 • Levitate kemur hlutlaus og styrktur er Levitate GTS. Þeir henta fyrir sömu æfingar/aðstæður og Launch en þessi er meira “trampolín” en aðeins þyngri. Ég myndi alltaf mæla með að taka styrkta skó ef þú ert mikið að gera stefnubreytingar, eins og stíga til hliðar eða snúa við.
  Levitate er mjög flottur á fæti og því oft tekinn sem strigaskór til að vera hversdags.
 • Revel er ódýr skór og flott útlit. Þar af leiðandi er hann oft tekinn sem strigaskór og þá sérstaklega fyrir unglinga.

Nú koma myndböndin þar sem ég fer yfir þessa hluti:

Vinsælustu og mest seldu skórnir hjá Brooks eru höggdempandi skórnir. Ástæðan er einföld þeir henta flestum og í flest.

Hér er ég að tala um höggdempandi skó.

Utanvegahlaup er mjög vaxandi grein. Margir hafa verið að hlaupa lengi á götunni og eru að færa sig meira í utanvegahlaup eða til að breyta til. Margir eru viðkæmir í hnjám og fá verki annarstaðar í stoðkerfið og þá hefur reynst vel að hlaupa meira utanvega þar sem jarðvegurinn er mýkri og minni högg á líkamann.

Hér ræði ég um utanvegaskóna hjá Brooks:

Hraðir/fjaðrandi skór er gaman að eiga ef þú ert að hugsa um að ná upp meiri hraða og bæta tímann þinn þarftu að eiga par af hröðum eða fjaðrandi skóm.

Hér talað um hver munurinn er á Levitate, Revel, Launch, Hyperion og gaddaskóm.

18júl

Að ganga Laugaveginn, undirbúningur og ráð. 

Ég og Laufey vinkona mín löbbuðum Laugaveginn á 3 dögum, dagana 10-12 júlí 2020. Við töluðum fyrst um að labba Laugaveginn fyrir 4 árum þegar við löbbuðum Fimmvörðuháls. Núna í vor fórum við að tala aftur um þetta fyrir alvöru en vorum lengi að ákveða helgi. Það er alltaf eitthvað um að vera, svo vildum við frá trúss (bíl til að keyra farangurinn okkar milli staða).

Við erum búnar að vera lesa ferðasögur og hvað þarf að hafa í huga sem reyndist okkur vel. Mig langaði því að deila okkar reynslu með ykkur sem getur vonandi hjálpað einhverjum.

Ég ætla að fara yfir:

 • Gátlista til að taka með á Laugaveginn
 • Undirbúninginn fyrir göngunga
 • Hvað við tókum með að borða
 • Hvernig ferðin okkar gekk
 • Ráðleggingar frá okkur
 • Kostnaður við ferðina

GÁTLISTINN FYRIR LAUGAVEGINN:

Það var mjög hjálplegt að lesa gátlistann FÍ sem má sjá hér, en það sem var ekki á gátlistanum en tókum með okkur var:

 • Svefngríma (skiptir mig máli að hafa myrkur þegar ég sef)
 • 2skin , þunnur vökvi sem settur á nuddstaði til að koma í vegfyrir nudd/blöðrur.Við fengum enga blöðru, ekki einu sinni roða  😀 (Þetta fæst hjá Jóa Útherja, Fætur Toga, Msport)
 • Hleðslutæki fyrir símann og úr
 • Hleðslubanki (vera með nógu stórann bankann sem lifir alla ferðina)
 • Nuddbolta sem titrar, ég var með stóra nuddboltann frá HyperIceHypersphere (Fæst hjá Hreysti og Fætur Toga)

Þar sem það eru allskyns vörur í boði ætla ég að deila með ykkur hvað við völdum að taka með:

Yfir daginn:

 • Göngufatnaður
  • Ég var í hlaupatights buxum frá Fusion (tók bæði vetrar buxur og þunnar kvennsniðnar tights eftir veðri).  Fæst núna í Fætur Toga og MSport á Akureyri.
  • Ég var í íþróttatopp frá Brooks sem er saumlaus, stillanlegur og hleypur frá sér – verður ekki þungur, blautur og kaldur ef maður svitnar. Ég var í hlýrabol fyrsta daginn þar sem ég vissi að það yrði heitt í veðri
  • Var með hlýja íþróttapeysu úr gerviefni (ég var í themal hettupeysu)
Útsýnið er endalaust fallegt. Staðsett mitt á milli Hraftinnuskers og Álftavatns.
 • Góðir gönguskór og mjúkir göngusokkar
 • Nærföt, ull eða flís, eftir veðri
  • Það er mælt með því að vera ekki í neinu bómull ef maður blotnað þá verður maður svo kaldur. Maður finnur minna fyrir kuldanum ef maður er í ull eða gerviefni. T.d merino nærbuxur frá Runderwear.
 • Peysa úr ull eða flís
 • Göngubuxur / stuttbuxur
  • Vegna meiðsla var ég í nárabuxum frá McDavid annars hefði ég verið í einhverjum venjulegum stuttbuxum, t.d frá Fusion eða Brooks sem er með símavasa á hliðinni.)
  • Gott að vera í stuttbuxum innan undir síðar buxur, bæði þegar maður þarf að vaða ánna að geta farið úr og svo var líka svo heitt fyrsta daginn okkar að það var þægilegra að vera bara á stuttbuxunum
Það var heitt í Landmannalaugum og ég batt fötin utan á mig – þau komust ekki öll ofan í pokann.

Í dagpokanum

Ég var með hlaupavesti (Ultrarun S pack) og hlaupabelti frá Compressport. (Fæst núna hjá Fætur Toga og Msport). Þetta er mjög létt og hreyfist ekki mikið til. Ég er með skaddaða hálsliði og get því ekki verið með bakpoka lengi. Ég fór því þessa leið og ég fann ekkert fyrir því að vera með þetta á mér. Það er minna pláss en að vera með bakpoka en ég kom öllu því sem ég þurfti að hafa með mér. Ég var líka með örþunnan vantsheldan jakka sem kommst léttilega ofan í einn vasa. Vestið vóg alls 3.35 kg með öllu á meðan bakpokinn hjá Laufeyju vóg 7-8 kg. Það munar töluvert um þessi auka 4 kg. þegar þú ert að labba í marga klst.

Njóta, smá munur á dagspokunum okkar

Sumir vilja þó geta haft meira með sér eða eru með fatnað og dót sem þarf að taka meira pláss og þurfa því að taka bakpoka.

 • Bakpokahlíf / plastpoki inni í bakpokanum
  • Ég var með plastpoka en enga bakppokahlíf þar sem ég var ekki með bakpoka, bara hlaupavesti og hlaupabelti.
 • Áttaviti, landakort og GPS tæki
  • Vorum með síma (búnar að vista kort í símann) og venjulegt landakort af svæðinu
 • Smurt nesti fyrir daginn
  • (sjá neðar um mat hvað ég tók með mér)
 • Göngunasl svo sem þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Vatnsbrúsi
  • Ég var með mjúkar flöskur /skvísur sem krumpast saman þegar það er drukkið úr þeim. Laufey var með 2L blöðru í bakpokanum sínum.
 • Hitabrúsi með kakói, tei eða kaffi
  • Ekki þörf á því í dagpokanum þegar labbað er yfir dag í sumar veðri. Vorum með til að drekka á kvöldin og morgnanna. Þetta var í trúss töskunni
 • Göngustafir
  • Við vorum báðar með stafi frá Gipron. Ótrúlega ánægðar með þá. Þeir eru svo léttir, það er fljótt að telja að vera með mörg auka gr á sér.
  • Þeir eru einnig sterkir og kom okkur pínu á óvart hvað okkur fannst stafirnir ómissandi á köflum. Það var samt fullt af fólki sem var ekki með stafi.
  • Mjög gott að hafa stafina t.d þegar við vorum að vaða yfir á eða stikla á steinum yfir á. Vorum mun stöðugri að ganga yfir.
  • Einnig gott þegar við vorum að fara niður og mikið laust undirlag til að finna einhverja festu
 • Myndavél og kíkir
  • Vorum með símann okkar. Notuðum kíkirinn aðeins ef við vorum að velta fyrir okkur hvað eitthvað væri sem var langt í burtu. En kíkirinn var alls ekki nauðsynlegur að okkar mati
 • Sólgleraugu
  • Ég valdi létt plastgleraugu frá Tifosi. Vildi ekki eiga hættu á að skemma einhver dýr gleraugu þegar ég þurfti ekki að nota þau og geymdi þau í vasanum
 • Sólarvörn og varasalvi
  • Ég var með varasalva með sólavörn, en þurfti ekki að nota.
  • Góð ábending sem við fengum frá trússinum okkar að passa að bera sólavörn undir nefið og á nefbroddinn. Því snjórinn endurkastar svo mikið að það er algengt að fólk brenni á nefbroddinum
 • Hælsærisplástur, plástur, teygjubindi og verkjalyf
 • Salernispappír, blautþurrkur og litlir plastpokar fyrir notaðan pappír
 • Húfa, vettlingar og buff um hálsinn
  • Vindhelt eyrnaband
  • Vatnsheldir vetlingar
  • Der
  • buff
 • Vind- og vatnsþéttur hlífðarfatnaður
  • Vatnsheldi jakkinn minn er frá Compressport, 10-10 jakkinn. Örþunnur en samt með vatnsheldi upp á 10.000mm og andar jafn mikið, lítið mál að krumpa hann saman og setja í hlaupabeltið eða ofan í vasa á buxum/peysu
 • Legghlífar, vaðskór og broddar, ef þurfa þykir
  • Ég var með Compressport kálfahlífar,
  • Ég notaði Oofos inniskóna mína sem vaðskó. Gott grip/stamir á steinunum, mjög léttir og gat líka notað þá sem recovery skó eftir gönguna á kvöldin.
  • Tók enga brodda enda þarf þess ekki þessa leið – ekki á þessum árstíma allavega
Vaðskórnir okkar voru Oofos sandalar.

Í trússtöskunni

 • Svefnpoki og lítill koddi
  • Ég á dúnsvefnpoka síðan 2007 sem þoli -18 extreme. (Keyptur á Ítalíu fyrir löngu, ekki með neina slóð)
  • Koddan fékk ég lánaðan, hann er lítill  og þunnur. Bæði með smá púða og hægt að plása upp. Algjör snilld, hann var keyptur erlendis. Margir setja bara föt í svefnpoka-pokann og nota það sem kodda.
 • Bolur til skiptana og til að sofa í
  • Ég var með hrein merino ullarföt og sokka til að sofa í. Sem ég fór svo úr því það var mjög hlýtt þessa helgi.
 • Auka nærbuxur og sokkar
  • Mælt með að vera með nærbuxur úr ull eða gerviefni
  • Ég var með mismunandi sokka. Allt þunna sokka því mér er svo heitt á fótunum. Ég var með ökkla og háa. Ég var með sérstaka trail sokka sem eru þunni á ristinni og þykkri undir táberginu og stöðum sem er meira nudd. Ég var svo með þunna merino ull sokka.
 • Höfuðljós
  • Ég tók það ekki með enda bjart allan sólahringinn
 • Tannbursti og tannkrem
  • Ég tók barna tannbursta og lítið ferðatannkrem til að taka minna pláss.
 • Sápa / sjampó
  • Taka bara smá ef ég skildi fara í sturtu sem ég notaði ekki.
 • Lítið handklæði
  • Ég tók drifit handklæði sem ég notaði ekki. Hugsað ef ég færi í sturtu
  • Ég var með eina örtrefjatusku í dagpokanum til að þurrka fæturna eftir að vaða
  • Ég var með þvottastikki/poka til að þrífa mig í framan eftir daginn og morgnanna.
 • Eyrnatappar
  • Mjög mikilvægt ef maður vill geta sofið óáréttur – ef aðrir tjaldgestir eru að vakna fyrr eða sofna seinna.
 • Skálaskór
  • Við vorum með Oofos inniskó sem við notuðum líka sem vaðskó. Mjög sáttar með að geta nota sama parið. Gott að hvíla fæturna á kvöldin frá gönguskónum, tala nú ekki um ef þeir hafa blotnað.
 • Peningar
  • Það var hægt að borga með korti/símanum í skálunum.
Gott að vera búin að koma okkur fyrir eftir fyrsta daginn, þreyttir fætur.

Matur sem við tókum með er tilgreindur undir “Matur á Laugaveginum” en þetta var á gátlistanum frá FÍ:

 • Núðlur eða pasta í pokum
 • Pulsur eða foreldaðar kjúklingabringur
 • Eitthvað gott á grillið
 • Kol og uppkveikilögur
 • Haframjöl
 • Brauð og flatkökur
 • Smjör og álegg, svo sem ostur, kæfa, hangikjöt
 • Hrökkbrauð og kex
 • Þurrkaðir ávextir, súkkulaði og hnetur
 • Kakó, te og/eða kaffi
 • Súpur
 • Krydd, t.d. salt og pipar
Seinni kvödmaturinn í Emstrum.

Ef sofið er í tjaldi þarf að auki í trússtöskuna

 • Tjald og tjalddýna
  • Gott að vera með einangurnardýnu. Flestar nýjar fjalla dýnur eru með einangrun.
 • Prímus og eldsneyti
  • Við vorum með lítinn prímus og lítið gas (kostarði 1250 kr) sem var alveg nóg fyrir okkur. Hituðum vatn á kvöldinn og 1x kvöldmat.
 • Eldspýtur
 • Pottur
 • Hitabrúsi og drykkjarbrúsi
  • Gott að þurfa ekki að hita vatnið aftur – að það kólni ekki strax niður.
 • Diskur og drykkjarmál
 • Hnífapör
  • Ég var með ferða sett. Hnífapörin úr plasti og var gaffal, hnífur og skeið
 • Vasahnífur / skæri
  • Þetta var í viðgerðasettinu og vorum með 1 saman.
 • Viðgerðasett, nál og tvinni, snæri og klemmur
Fallegt tjaldstæði sem við fengum í Emstrum.

UNDIRBÚNINGUR FYRIR LAUGAVEGINN

Það er mikilvægt að vera vanur að ganga og í ágætu líkamlegu formi þegar gengið er Laugaveginn.

Dæmi um nokkrar æfingar eru hér að neðan. Þessar æfingar er hægt að gera smá saman og byggja upp þrek á sirka 8-12 vikum áður en farið er í gönguna.

 • Vera vanur að ganga mikið 2-3 daga í röð. Þarf ekki að vera allt á fjöll, aðallega venjast álaginu á að ganga og vera á fótum. Gott að hafa í huga að geta gengið vegalengdirnar,  þeir eru:
  • Landmannalaugar – Hrafntinnusker 12km
  • Hrafntinnusker – Álftavatn 12 km
  • Álftavatn – Emstrur 15 km
  • Emstrur – Þórsmörk 15 km (mældi reyndar 17km á símanum)
  • Nánar er skrifað um gönguleiðina yfir Laugaveginn á FÍ hér
 • Ganga upp úlfarsfellið með dagpokann þegar formið er nógu gott
 • Ganga með upp esjuna og með dagpokann þegar formið er orðið nógu gott. Gott að vera vanur að labba með dagpokann – undirbúningur fyrir fyrsta daginn þegar það er mikil hækkun.
 • Labba leið eins og frá Ósárbrúnni og að Þorlákshöfn eða í hina áttina að Eyrarbakka/Stokseyri eftir hvað þú treystir þér langt. Þetta er gott því það er mikil sandganga frá Álftavatni að Emstrum.
Svo falleg að ganga af stað hjá Landmannalaugum.

Mikilvægt að taka síðustu vikuna á undan göngunnni mjög létta – sama í hvaða formi þú ert í. Þú vilt ekki vera þreytt/ur þegar þú leggur af stað. 

Undirbúningurinn hjá okkur fyrir Laugaveginn var ekki mikill. Ég var í góðu formi fyrir. Vön að labba með hundinn á hverjum degi, nýlega hlaupið 10 km og hleyp stundum Úlfarfellið og Esjuna. Ég þurfti ekki að undirbúa mig sérstaklega fyrir Laugaveginn frekar en Laufey vinkona. Hún er hjúkrunarfræðingur og labbar stundum yfir 10.000 skref á einni vakt. Auk þess er hún líka að hreyfa sig utan vinnu.

Einnig er talað um að það sé mikilvægt að vera búin að venjast skónum og ganga þá vel til.

Þar sem við Laufey ákváðum í skyndi að fara þessa helgi, eða bókuðum trússinn á þriðjudegi og fórum á föstudegi. Við fengum okkur báðar nýja skó á þriðjudegi sem er almennt ekki talið ráðlagt. En það var ekkert mál, fengum engar blöðrur eða nein óþægindi. Við vorum líka með 2skin tilbúið á kantinum ef okkur fannst það vera myndast núningur þá settum við strax 2skin. Ég vandist skónum svona:

 • Fór í göngutúr í 1.5 klst þriðjudagskvöldið með hluta af dagpokanum mínum
 • Var í skónum allan miðvikudag og fimmtudag í vinnunni. Ég vinn skrifstofu vinnu svo ég var alls ekki allan daginn á fótum.
 • Föstudag lögðum við af stað.
Hvíld – nestispása. Við fengum engar blöðrur eða nudd eftir skónna

MATUR Á LAUGAVEGINUM

Við löbbuðum á 3 dögum, tókum rútuna frá Reykjavík upp í Landmannalaugar og byrjuð að ganga þá. Það sem við borðuðum saman voru 2 kvöldmáltíðir:

 • Fyrsta kvöldið vorum við með einnota grill og grilluðum osta-chilli pylsur og ostafylltar kartöflu – báta/kassa og dýfðum í kalda piparsósu. Það er nú hægt að gera betur en þetta var ódýrt, hitaeiningaríkt, fór lítið fyrir þessu (nema grillið tók pláss). Ótrúlega gott að fá grillaðan mat eftir langan dag. Völdum líka mat sem við gætum notað prímusinn til að hita upp ef grillið mundi klikka sem einnota grill geta oft gert.
 • Seinna kvöldið vorum við með carbonara pasta úr pakka. Bættum við slatta af osti ásamt forelduðum kjúklingabringum sem við skárum í bita. Elduðum þetta á litlum prímusi, ekkert mál. Það er líka hægt að skella pylsum, beikoni eða einhverju öðru út í pasta eftir smekk. Það þarf að hafa í huga ef það er tekinn pakka matur að það þurfi bara að setja vatn úti (ekki mjólk, egg, olíu eða eitthvað slíkt)
 • Seiginlegt nasl sem við vorum með var
  • Harðfiskur og íslenskt smjör (settum smjörið í lítið box)
  • Kanilsnúðar
  • Súkkulaðirúsinur
  • Hlaup nammi
  • Þurrkað mango
Nestið mitt í Hrafntinnuskeri

Hér kemur svo hvað ég borðaði í öðrum máltíðum. Ég þarf að borða frekar mikið, deili þessu með ykkur svo þið getið fengið hugmyndir af mat.

Í Landmannalaugum borðaði ég vel áður en við lögðum af stað í langan dag:

 • harðsoðin egg
 • Banani
 • Langloka
 • Kókómjólk
 • flatkökusneiðar með smjöri og osti

Í Hrafntinnuskeri stoppuðum við og borðuðum þá borðaði ég:

 • Piparsteik (heil sneið sem var í afgang kvöldið áður og ég vildi ekki sóa henni, það var ekki upphaflega planið að taka þetta kjöt með í nesti en ég var mjög ánægð með það eftir á)
 • sæt kartafla, ég setti kartöfluna og steikina saman í ziplock poka. Hélt svo bara í kjötið og tók kartöflu með í hverjum bita. Dýfði í kalda bernies sósu sem ég tók með í pínulítið sósubox.
 • Salat, grænmeti + vínber
 • Próteinstikki – Ekki mælt með að borða of mikið af próteini þegar maður er að hreyfa sig – en mig langaði bara í 😉

Á leiðinni frá Landamannalaugum drakk ég:

 • ½ L að hraftinnu skeri, drakk með matnum þar og fyllti svo á vatnið áður við lögðum af stað
 • Ég var með  320gr drink mix frá Maurten, sem er fullt af kolvetnum, söltum og annari næringu sem maður þarf. Ég kláraði ekki nema ½ af því eða 250 ml
 • Frá því við lögðum af stað drakk ég rétt rúmlega 1 L á göngunni, kannski 500ml í Hraftinuskeri. Ég var bara með 1L á mér í einu  það dugði mér vel
 • Fengum okkur svo heitt að drekka áður en við fórum að sofa. Ég fékk mér te og Laufey fékk sé kakó
Það var heitt að labba frá Landmannalaugum

Dagur 2:

Morgunmatur kl 10:

 • harðsoðið egg
 • Chia skvísur
 • flatkökur með smjöri og osti
 • Kókómjólk
 • stóra te bolla

Nestispása/hádegismatur:

 • Langloka
 • Súkkulaði poppkex
 • Þurrkað mango
 • Vatn
 • Kanil snúðar
 • Harðfiskur og smjör þegar við komum á áfangastað
 • Var með koffin og sölt úr freyðitöflu í annari flöskunni

Nasl eftir kvöldmat (carbonara + ostur og kjúlli)

 • Súkkulaði rúsínur
 • Hlaup
 • te
Labbið að Emstum

Dagur 3

Morgunmatur:

 • chia skvísa
 • Prótein pönnukaka
 • Flatkökusneið með engu

Nestistopp:

 • Harðfiskur og smjör
 • Var með 320 drink mix frá Maurten sem ég var að drekka á leiðinni
 • Súkkulaðirúsinur
 • Kanil snúðar
 • Prótein stikki
Síðasta vaðið á 3ja degi – Alveg að koma í Þórsmörk

HVERNIG GEKK FERÐIN OKKAR

 • Við vorum rosalega heppnar með veður. Það skiptir miklu máli upp á hversu þreyttur maður er. Við náðum líka að njóta útsýnisins vel þar sem það var aldrei þoka eða lélegt skygni.
 • Það var heldur mikill snjór á fyrsta degi. Það að labba í snjó er aðeins erfiðara, maður spólar í hverju spori getur orðið votur ef maður er ekki í vatnsheldum skóm og getur endurkastast mikið ef það er sól. Sem getur valdið hausverk af ofbirtu og sólbruna.
 • Ég vissi ekki hvað það var ógeðsleg lykt á klósettunum í Hrafntinnuskeri. Við erum að tala um svo svæsna ammoníak lykt að það svíður í augun. Eftir að hafa spurt fyrir komst ég að því að þetta stafar af því að það er engin rotþró. Allt sem er skilað frá sér í klósettinn fer bara þarna í risa holu undir klósettunum. Þar sem þetta er á jarðhitasvæði þá eru hverir og jarðhiti þarna undir sem hita upp úrganginn sem fer þarna. Já, þið getið reynt að ímynda ykkur þetta en ég hef ekki kynnst öðru eins. Samt sagði fólkið sem er þarna að þetta væri bara mjög gott þar sem þetta væri bara júlí, ég ætti að prófa að koma í lok ágúst þegar það er búið að safnast saman yfir allt sumarið!.. 😐
 • Við vorum ekkert að reyna að halda neinu tímaplani, við bara röltum á okkar hraða. Spjölluðum og stoppuðum eins oft og okkur langaði til – til að taka myndir.
 • Við vorum ca 8.5 klst að labba fyrsta daginn með stoppi. Við vorum komnar rétt fyrir 21. Samkvæmt úrinu vorum við
 • Það var hlýtt og þurrt á nóttunni og ekkert mál að gista í tjaldi. Við sofnuðum kl 23 og sváfum til 8.30. Greinilega aðeins þreyttar eftir þessa göngu.
 • Dagur 2: Lögðum af stað um 10 frá Álftavatni og komnar upp úr 15. Samkvæmt úrinu var ég á hreyfingu í 3.5 klst og í heildina þá að stoppa í 1.5 klst.  Getur skoðað leiðina frá Áftavatni að Emstum hér á Strava. Það er mikill sandur þessa leið – spólar mikið eins og í snjónum. Getur verið auðveldara ef það er búið að rigna þá er jarðvegurinn stífari.
 • Fínt að koma frekar tímalega. Tjölduðum og borðuðum smá hressingu. Fórum svo um 17 að Markárfljótsgljúfri sem við mælum eindregið með að skoða. Hægt að skoða leiðina frá Emstum að Markárfljótsgjúlfri hér. Við vorum þarna í tæpan 1.5 klst en tekur bara 15 mín að labba að þessu. Við tókum bara fullt af myndum og nýttum tækifærið að vera tengdar símasambandi í leiðinni.
 • Dagur 3: Lögðum af stað kl 10.30. Vorum komnar 15:30, klst áður en rútan okkar átti að fara. Getur skoðað leiðina frá Emstum að Húsadal hér á Strava. Við fórum eitthvað aðeins vitlaust í endan en það reddaðist alveg. Við eltum vegslóða og komum að Húsadal.
 • Það var búið að rigna aðeins og þegar jarðvegurinn blotnar verða litirnir í náttúrunni enn ýktari og fallegri fyrir vikið.
 • Síðasti leggurinn er aðeins upp og niður, ekkert mál. Það var gott að vita að við þyrftum að fara upp og niður – ekki reikna með að þetta væri bara niður í móti. Þrátt fyrir það fannst okkur þetta auðveldasti dagurinn.
Komnar í Húsadal

OKKAR RÁÐLEGGINGAR FYRIR ÞÁ SEM FARA LAUGAVEGINN

 • Ef það hefði verið hægt hefðum við vilja stoppa í Landmannalaugum og taka því rólega þar og baða okkur í heitu laugunum. Mögulega labba hring í kringum svæðið. Leggja svo af stað Laugaveginn daginn eftir. Sérstaklega ef maður er að labba alla leið að Álftavatni fyrsta daginn. Það þyrfti að pæla í dagsbirtu ef við hefðum t.d verið að ganga í ágúst.
 • Áður en lagt er af stað er mjög gott að vita hvað eru margir km að næsta áfangastað. Taka svo upp leiðina annað hvort á símann eða íþróttaúr til að fylgjast með hvað er langt eftir. Með þessu er komið í veg fyrir að halda að maður sé alltaf alveg að koma en aldrei sér maður áfangastað.
 • Bæði skálinn í Hrafntinnuskeri og Emstrun eru í hvarfi og sjást ekki fyrr en maður er alveg komin að þeim.
 • Það er ekki símasamband í Emstrun nema efst akkurat þegar þú sérð skálann. Leiðinlegt að vita það ekki fyrr en maður er kominn í skálann / tjaldið og þurfa labba til baka til að láta vita af sér. Það er líka gaman að eiga leiðina sem maður labbaði á snjalltækinu sínu.
 • Setja símann á flugstillingu, þar sem það er mjög lítið/lélegt símasamband mest allan tímann. Það sparar mikið rafhlöðuna að síminn sé á flugstillingu. Skemmtilegra að geta tekið myndir allan daginn ásamt að geta hringt ef eitthvað kemur upp á (þá þarf maður að komast upp á hól eða einhverstaðar sem er samband)
 • Við mælum allan daginn að vera í utanvegahlaupaskóm eða léttum gönguskóm. Allir sem við sáum sem voru í stórum, þungum gönguskóm voru með blöðrur eða aumir í fótunum.
 • Muna eftir að teygja eða gera liðkandi æfingar eftir gönguna.
 • Mælum 100% að vera með trúss, við náðum að bætast við annan hóp og borguðum bara 5000 kr. + vsk á dag ! Við fórum með This is Iceland, mælum klárlega með þeim.
 • Reyna að vera með sem minnst á sér í dagpokanum – gott að vera í samfloti við annan og geta sameinast um t.d súkratösku, viðgerðasett, sólavörn og annað ef það er hægt að samnýta.

Laufey með bakpoka og ég hlaupavesti + hlaupabelti

 • Ef það er kalt úti er gott að labba smá hring og fá hita í kroppinn áður en farið er inn í tjald og í svefnpokann. Mikilvægt að vera heitt þegar maður fer í svefnpokann.
 • Löbbuðum aðeins útfyrir á auka tind við Landmannalaugar. Æðislegt útsýni. Ef það er tími og þrek fyrir að labba meira er hægt að labba fullt af leiðum í kringum Laugaveginn.
 • Gott að vera með kort með sér, sérstaklega af þessu svæði. Bæði til að staðsetja sig og líka ef þig langar að labba útfyrir leiðina og þekkja kennileiti á leiðinni. Einnig hægt að ná í öpp eins og Wapp sem eru með upplýsingum á leiðinni. Mælum þá með að hala því niður áður en farið er í ferðina ekki reyna að ná sambandi á leiðinni – þar sem það er lélegt samband og rafhlaðan á símanum fer fljótt. Það er líka hægt að merkja svæði á google maps og hala því niður í símann.
 • Það er ekki hægt að henda rusli í HrafntinnuskeriEmstrum og því þarf að reikna með því að taka allt rusl með sér nema að þú sért með trúss, þá getur hann tekið ruslið fyrir þig
 • Þegar maður hefur labbað um 6 km frá Hrantinnuskeri sér maður Álftavatn og skálann. Þá eru samt 6km eftir og mörgum finnst það taka óra tíma að komast að skálanum. Gott að vita að það tekur um 2-3 klst að komast að skálanum eftir maður sér hann.
 • Það er bara kalt rennandi vatn á þessum tjaldsvæðum, ískalt mjög gott að drekka það.
Sést í Álftavatn, en ennþá 6 km eftir.

 

 • Það er hægt að kaupa 5 mín af sturtu á 500 kr – það er vatn sem hitað er upp með gasi.
 • Ef þú ert að vaska upp og vilt ná að þrífa áhöldin þín almennilega þá mælum við með að hita upp smá vatn með prímusinum og hella í fat ef þú ert með – blanda við kalda vatnið. Þá færðu volt vatn sem betra er að nota til að þrífa áhöldin heldur en að vera bara með ískalt vatn.
 • Bílinn hjá Trússinum okkar bilaði svo hann var seinn og kom ekki fyrr en 10 mín áður en rútan fór frá Húsadal í Þórsmörk. Þar sem það er lélegt símasamband náðum við ekki í hann fyrr en rétt áður en hann kom. Ef þú lendir í svipuðu er gott að vera með allan farangur merktann og fara í rútuna. Trússinn skutlar farangrinum til Reykjavíkur ef þess þarf.
 • Einnig gott að hafa farangur merktan með nafni og símanr. Ef eitthvað skildi koma upp á hjá þér og þú mundir ekki skila þér á áfangastað vita trússinn hver það er og með símanr.
 • Það þarf að vaða alla daga yfir á. Mikilvægt að gera ráð fyrir því.
 • Það var par sem við hittum í Húsadal sem hafði labbað með 1.5 árs barn yfir Laugaveginn. Gistu í skálum á leiðinni og fóru á 4 dögum. Það sem þau kvörtuðu mest yfir að þau voru alveg búin í fótunum – enda í stórum þungum gönguskóm.
 • Ég held að það getur verið gaman að labba með börn þessa leið. Taka þetta þá á 4 dögum. Einnig hægt að taka part úr leið eins og keyra að Álftavatni labba þaðan eða frá Emstrum. Það var stór hópur sem við hittum í Emstum sem löbbuðu bara þaðan og niður í Þórsmörk.
 • Ein vinkona mín labbaði Laugaveginn í grenjandi rigningu og hún var svo fegin að vera í skála og komst í þurrt þar. Það varð allt blautt í bakpokanum þrátt fyrir að vera með bakpokahlíf. Hún vildi koma á framfæri að vera með föt sem þorna fljótt.

KOSTNAÐUR VIÐ AÐ FARA LAUGAVEGINN

Þetta er skrifað miða við hvað það kostar að fara núna í júlí 2020. Það eru oft einhver tilboð og verðið breytist. Núna er ástandi öðruvísi útaf Covid. Ef ég sleppi kostnaðinum sem fellur til við búnað þá kostaði ferðin okkar alls max 35.600 kr!

 • Rútan:
 • Trúss:
  • Við borguðum 6.200 kr fyrir hvern dag fyrir trússinn okkar. Eða alls 18.600 kr. Fyrir 3 daga.
  • Við skoðuðum marga trússa og yfirleitt kostar trússinn 9-10.000 kr dagurinn.
  • Ef það er hópur saman þá er oft hægt að gera hópbókun og skipta kostnaðinum á milli. T.d dæmis hjá This is Iceland var hægt að bóka trúss og borga 50.000 + vsk fyrir daginn. Við nýttum þennan trúss en þau gátu bætt okkur við annan hóp sem var að fara á sama tíma og þessvegna var verðið svona lágt.
 • Gisting:
  • Ef gist er í Hrafntinnuskeri mælum við með að gista í skála, tjaldaðstaðan þarna er ekki spennandi.
  • Gisting í hverjum skála kostar 9.500 kr eða 5.000 kr ef þú ert félagi í Ferðafélagi Íslands (FÍ). Það borgar sig gerast félagi bara fyrir þessa ferð. Ársgjaldið í FÍ er 7.900 kr – ef þú gistir 4 nætur þessa leið sparar þú þér 18.000 kr með því að vera í félaginu eða 10.100 kr ef þú dregur ársgjaldið frá. Ef við tökum félagagjaldið með inn í töluna og svo verið kostar það alls 27.900 kr
  • Við gistum á tjaldsvæðinu og gistum 2 nætur. Hver nótt kostaði 2.000 kr á mann, eða 4.000 kr fyrir báðar nætur..
  • Það er hægt að kaupa 5 mín af sturtu á staðnum á 500 kr. Við nýttum það ekki.
 • Matur:
  • Þetta getur verið ótrúlega misjafnt eftir fólki. Bæði hvað það þarf að borða mikið, sérþarfir með mat og hvað fólk vill leyfa sér mikið.
  • Við fórum ódýruleiðina og vorum ekki að leyfa okkur mikinn lúxus. Ég skrifaði hér að ofan hvað við borðuðum og gróflega áætluðum við að þetta kostaði max 10.000 kr á mann, líklega um 7500 kr.

 

 • Búnaður:
  • Ef þú átt allt er enginn viðbótar kostnaður, ef þig vantar margt mæli ég með að fá sem mest lánað. Ef þú ætlar að fara að kaupa allt yrði þetta rosa mikill kostnaður
  • Það er ekki hægt að fá skó lánaða, mæli með að kaupa létta gönguskó eða hlaupa utanvegaskó. Ég fór í Brooks Divide sem kosta núna 17.900 kr. Í verslunum. Vinkona mín var í Brooks Cascadia  sem kosta núna 20.990 kr. Ég ætla að taka sér færlsu þar sem ég er að bera saman utanvegaskónna frá Brooks.
0
  0
  Karfa
  Karfan er tómTil baka í verslun
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó