Skilmálar

Skilmálar Fætur Toga

Meginupplýsingar

Þessi skilmáli gildir um sölu á vöru og þjónustu Fætur Toga til neytenda. Skilmálinn, sem staðfestur er með staðfestingu á kaupum, er grunnurinn að viðskiptunum. Skilmálinn og aðrar upplýsingar á www.faeturtoga.is  eru einungis fáanlegar á íslensku.

Um neytendakaup þessi er fjallað um í lögum um neytendakaup, lögum um samningsgerð, lögum um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu, lögræðislög og lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga.

1. Skilgreining

Seljandi er Fætur Toga. Kennitala: 591010-0260 , virðisaukaskattsnúmer 106242. Eins og Fætur Toga ehf er skráð í Fyrirtækjaskrá.

Kaupandi er sá aðili sem er skráður kaupandi á reikning. Kaupandi verður að vera orðinn að minnsta kosti 14 ára til að versla í Vefverslun Fætur Toga

2. Trúnaðarupplýsingar

Fætur Toga heitir viðskiptavinum sínum fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem viðskiptarvinurinn gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd.

Farið er með allar persónuupplýsingar sem Fætur Toga móttekur sem algjört trúnaðarmál og þær aðeins nýttar í þeim tilgangi að klára viðskiptafærslu. Ef viðskiptavinur óskar eftir því að fá tilboð sent í tölvupósti mun seljandi einungis notast við þær upplýsingar sem til þess þarf. Þ.e. Netfang.

Einungis starfsfólk Fætur Toga hafa aðgang að persónuupplýsingum sem fyrirtækið hefur á skrá. Persónuupplýsingar eru aldrei veittar þriðja aðila.

3. Verð og greiðsla 

Boðið er upp á tvo greiðslumöguleika. Annars vegar bankamillifærslu á reikning Eins og Fætur Toga ehf., kt. 591010-0260 rk. 0526-26-5926 og með greiðslukorti í gegnum öruggt greiðslusvæði hjá viðurkenndum þjónustuaðila.

Öll birt verð á vefsíðu Fætur Toga eru með virðisaukaskatti. Verð geta breyst án fyrirvara vegna rangra verðupplýsinga, innsláttar-, tækni- eða prentvillna. Seljandi áskilur sér rétt til að rifta kaupum sé greitt rangt verð vegna innsláttar-, tækni- eða prentvillna.

4. Heimsending og afhendingarskilmálar

Allar netpantanir þar sem óskað er eftir heimsendingu fara af stað samdægurs, alla virka daga, ef pantað er fyrir 14. Pantanir eru keyrðar út af starfsfólki Fætur Toga milli klukkan 16:30 – 21:30 á höfuðborgarsvæðinu (að undanskildum póstnúmerum 116 og 271).

Pantanir á landsbyggð eru sendar með Pósitinum samdægurs alla virka daga ef pantað er fyrir klukkan 14. Fætur Toga greiðir sendingakostnað á það pósthús sem er næst viðskiptavini en greiðir ekki fyrir þá umframþjónustu sem sérstaklega er beðið um hjá Póstinum, til dæmis póstkröfu, sendingu heim eða tryggingargjöld.

Ef pantað er eftir klukkan 14, um helgar, eða á frídögum, fer pöntun af stað næsta virka dag.

Ef afhendingu seinkar mun seljandi tilkynna það til kaupanda ásamt upplýsingum um hvenær pöntunin verður tilbúin til afhendingar eða bjóða sambærilega vöru ef að varan er uppseld.

5. Skilaréttur

Skilaréttur Fætur Toga er samkvæmt lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000. Viðskiptarvinur hefur 14 daga til að hætta við kaupin eftir að varan hefur verið keypt, að því tilskildu að varan sé í upprunalegu ástandi ásamt umbúðunum. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.  Endursending á vörum til skila eða skiptana er á ábyrgð kaupanda nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.

Ef vara er gölluð eða ef vara skilar sér ekki til þín í pósti, skal hafa samband við okkur strax í gegnum netfangið faeturtoga@faeturtoga.is.

6. Upplýsingar

Seljandi áskilur sér rétt til að aflýsa í heild eða að hluta til pöntun kaupanda ef að varan er uppseld. Undir þeim kringumstæðum fær kaupandi símhringingu ásamt upplýsingum um hvað gæti mögulega hentað í staðinn. Kaupandi fær þá möguleika á að samþykkja þá tillögu eða aflýsa pöntun í heild sinni.

Allt efni á www.faeturtoga.is og www.gongugreining.is er eign Eins og Fætur Toga ehf. Öll afritun og endurdreifing með öllu óheimil nema með skriflegu leyfi.

7. Lög um varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá 1.5.2020. Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn faeturtoga@faeturtoga.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.