fbpx
11apr

Tecnica Forge GTX

Tecnica Forge GTX

Margverðlaunaðir hágæða útivistarskór sem voru t.d. kosnir “skór ársins” á ISPO sem er stærsta íþróttasýning í heimi. Og einnig “skór ársins# á Outdoor sem er stærsta útivistarsýningin.
Hannaðir fyrir kröfuhart göngufólk  sem vill mikil þægindi og hámarks vörn í krefjandi undirlagi.  Hvort sem farið er í dagsferðir eða margra daga göngur.


Efsti kraginn og ristarstykkið eru gerð úrsveigjanlegu efni, það ásamt nýrri hönnun á tungunni auðveldar fólki að fara í skóginn. Reymakerfið er sérhannað til að passa við sérsniðið á skónum. Reyma krókarnir eru úr Cevlar efni sem gefur mikinn styrk. Reymarnar losna ekki á göngu og gefa jafnt álag ofan á alla ristina.


Skórnir eru hlaðnir tækninýjungum en yfirbyggingin er úr klassískum efnum. Annaðhvort klassískt Nubuk leður eða níðsterkt endingargott gerviefni.
Með CAS þrýsti og hitagræjunni eru skórnir sérsniðnir fyrir hvern fót.
Veita hámarks þægindi, góðan stuðning og fóturinn verður stöðugur í skónum. Ferlið gerir það að verkum að þú þarft ekki að ganga skóinn til.


Gore Tex filman gefur hámarks vatnsheldni, andar vel og gerir skóna sterkari og þægilegri.
Innleggin í Forge eru fyrstu innleggin sem eru sérgerð eftir leistanum sem notaður er til að framleiða skóinn.
Innleggin eru hituð og löguð að iljunum og síðan formast yfirbyggingin að fætinum með sama hætti þegar verið er að móta skóna


Miðsólinn er þrískiptur:

Neðsta lagið í miðsólanum er mjúkt og gefur eftir þegar stigið er á ójöfnur, takkarnir undir skónum og mjúka miðsólaefnið virka svipað og dempari í bíl,
skórinn er stöðugri og þægilegri fyrir göngumanninn.
Mið lagið í miðsólanum er hörð plata sem verndar fæturnar fyrir skörpum brúnum og grjóti.
Efsta lagið í miðsólanum er gert úr EVA höggdempunarefni, sem er létt, sveigjanlegt og veitir hámarks þægindi.


Vibram eru lang stærstir og í fararbroddi í rannsóknum, þróun og framleiðslu á gúmmísólum fyrir gönguskó, vinnuskó og sérsmíðaða skó. Vibram er eina merkið í bransanum sem gefur skónum gæðastimpil.

Skoða nánar: Tecnica Forge GTX

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó