fbpx
7maí

Þekkt einkenni í fótum

Beinhimnubólga (Shin splints)

Skilgreining: Bólgur og slit í vöðva- og sinavef við sköflunginn. Stundum er um álagsbrot í sköflungnum að ræða.

Einkenni: Verkir og bólgur á framanverðum fótleggjum við sköflunginn. Kemur yfirleitt fram í álagi og hverfur frá við hvíld.

Orsakir: Lélegur eða rangur skóbúnaður. Skekkjur í hælum og ökklum. Kemur oftast fram í endurteknu álagi svo sem hlaup á hörðu undirlagi.

Meðferð: Góðir hlaupaskór með réttum stuðning. Göngugreining og sérgerð innlegg. Hnéháir þrýstisokkar(compression sokkar) eða kálfaþrýstihlífar(compression sleeves). Gott getur verið að leita til sjúkraþjálfara.

Hælspori (Heel spur)

Skilgreining: Beinhorn sem myndast í festu sinabreiðu iljar við hælinn.

Einkenni: Verkur undir hælnum, sérstaklega þegar stigið er í fótinn eftir hvíld eða setu t.d. þegar stigið er framúr rúminu á morgnana eða stigið upp frá borði eftir mat.

Orsakir: Langvarandi rangt/mikið álag á hælinn, stundum vegna lélegs skóbúnaðar. Fylgir oft Plantar Fasciitis.

Meðferð: Hælpúði(til með úrtaki og án). Göngugreining og sérgerð innlegg. Mjúkir og höggdempandi hlaupaskór með réttum stuðning. Stuðningssokkar. Nudd undir iljarboga.

 

Iljarfellsbólga (Plantar fasciitis)

Skilgreining: Bólgur og/eða slit í seinabreiðu iljar undir fætinum(Plantar Fascia), aðallega við hælinn.

Einkenni: Verkir og þreyta undir fótum, stundum við hæl enda fylgir hælspori oft plantar fasciitis.

Orsakir: Stífleiki í sinabreiðu iljar. Skyndileg aukning á álagi. Þyngdaraukning. Lélegur skóbúnaður og mikil notkun á lélegum strandsandölum. Tábergslending við hlaup.

Meðferð: Göngugreining og sérgerð innlegg. Sérstök Plantar Fasciitis hlíf. Nudd undir iljar til að mýkja og losa um stífleika, gott að nota sérgerð nuddkefli eða stífa litla nuddbolta. Mjúkir og höggdempandi hlaupaskór með réttum stuðning.

 

Tábergssig (Fallen metatarsal arch)

Skilgreining: Tábergsliðir síga niður og tábergið verður flatara, það eykur álag á tábergið.

Einkenni: Verkur og þreyta undir táberginu. Doði, hiti eða kuldi í tær vegna skorts á blóðflæði. Tær þrýstast upp við göngu eða hlaup.

Orsakir: Háir hælar og támjóir skór(algengt hjá konum sem orsakast mikið af skóbúnaði). Sinavefur tábergsins farinn að gefa of mikið eftir og fituvefur undir tábergsliðum farinn að þynnast, gerist með aldri. Mikið álag á fótinn eftir hlaup, göngur eða vinnu á fótum. Tábergslending við hlaup

Meðferð: Tábergspúðar í skó og sandala. Göngugreining og sérgerð innlegg. Skór með gott rými um tábegið og dempun.

 

Hásinabólga (Achilles tendonitis)

Skilgreining / Einkenni: Bólgur, verkir og/eða slit í hásinafestunni við hælinn.

Orsakir: Skekkjur í hælum og ökklum, ilsig (plattfótur). Stífir eða stuttir kálfavöðvar. Lélegir og gamlir íþróttaskór. Algengara hjá karlmönnum og hásinavefurinn veikist með aldrinum.

Meðferð: Höggdempandi hækkun undir hæla. Göngugreining og sérgerð innlegg. Hnéháir þrýstisokkar(compression sokkar). Nudd/rúlla kálfavöðvana ásamt teygjuæfingum. Gott getur verið að leita til sjúkraþjálfara.

 

Útvöxtur á tábergsliðum (Hallux valgus)

Skilgreining: Útvöxtur á tábergslið og tær skekkjast.

Einkenni: Verkir og þreyta í tábergi. Tær nuddast saman.

Orsakir: Of stuttir, þröngir og támjóir skór. Einnig er vitað að þessi útvöxtur erfist. Nánast undantekningalaust er tábergið sigið líka.

Meðferð: Breiðir og góðir skór. Göngugreining og sérgerð innlegg. Tábergspúðar í skó og sandala. Gelhlífar og púðar við tær. Sérstök næturspelka er til sem þvingar stóru tánna út aftur. Bæklunarlæknar geta framkvæmt aðgerðir á útvexti en hafa reynst misvel.

 

Áhrif meðgöngu á fætur og stoðkerfi

Skilgreining / Einkenni: Flatari fótur getur myndað skekkjur í hælum og ökklum. Bjúgmyndun. Almennir þreytuverkir í fótum og stoðkerfi vegna aukins álags í samræmi við þyngdaraukningu. Ef verkir í mjöðmum og baki eru meira öðru hvoru megin getur verið um mislengd að ræða.

Orsakir: Hröð þyngdaraukning. Hormónabreytingar. Breytingar á mjaðmagrind getur framkallað mislengd ganglima.

Meðferð: Höggdempandi hlaupaskór með réttum stuðning. Göngugreining og mæling á mislengd, hækkun undir hæl og/eða sérgerð innlegg ef það á við. Gott er að nudda undir iljar með sérstöku nuddkefli eða stífum litlum nuddbolta. Gott getur verið að leita til kírópraktors vegna mislengdar og breytingu á mjaðmagrind.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun