fbpx
18maí

Hyperion


Hyperion Tempo

Náðu markmiðunum þínum hraðar með Hyperion Tempo.
Hannaður til að fá meira út úr hverri æfingu, þessir skór eru léttir og þeir aðlagast.
Með tækni sem minnkar óhagkvæmni og sparar orku.
Og niðurstaðan:  Hraðari æfingar og endurheimt, sem flýtir fyrir bætingum.

Mjúk dempunin, frábær svörun og það hversu léttir skórnir eru hjálpar til við að taka við álaginu í
erfiðum æfingum. Þetta skilar sér í skjótri endurheimt og að þú ert fljótt tilbúin í næstu æfingu.

DNA-Flash efnið í miðsólanum er blandað með nitrogeni í framleiðsluferlinu. Það er gert til að ná
fullkominni blöndu af svörun og léttleika. Sólinn skilar orkunni til baka í skrefinu og aðlagast þínum hlaupastíl
svo þú getir hlaupið hratt.

Yfirbyggingin andar mjög vel, ofin úr teygjanlegu efni sem hreyfist með fætinum þínum.
Þetta heldur fætinum þægilega í skónum.

Hyperion Tempo er fyrir hlaupara sem vilja fá sem mest út úr hverri æfingu.
Nú er hægt að ná markmiðunum á styttri tíma, með hraðari æfingum og endurheimt.

Hyperion Elite 2

Hlauptu hraðar og lengur í hröðustu skónum frá Brooks.
Þessir eru laufléttir og hannaðir til að halda þér í þínum náttúrulega hlaupatakti.
Þannig spararðu orku þegar þú ert að reyna við næsta PB.

Sér hannað nitrogen-blandað DNA-Flash efni í miðsóla er frábær blanda af
ultra léttu efni sem skilar orkunni til baka í hverju skrefi.
Auk þess sem þessi er með frábæra endingu fyrir keppnisskó eða 300 – 600 km.
DNA tæknin sér til þess að dempunin í skónum aðlagast þínu einstaka hlaupalagi.

Frekar breiður sólinn eykur stöðugleika en innbyggt í hann er Carbon Fiber plata.
Carbon platan og breiður sólinn vinna saman að því að halda fætinum í hagkvæmri
hlaupahreyfingu. Þetta sparar orku þannig að þú getur hlaupið hraðar og lengur.

Rapid Roll tæknin, þ.e. Carbon Fiber platan,  hællinn og táin eru sérstaklega mótuð og hönnuð til að
rúlla hratt í næsta skref á þægilegum hraða.

Hannaðir fyrir keppni, spretti, götuhlaup. Góð höggdempun.
Frábærir í hálft og heilt maraþon.
8 mm drop eða hæðarmunur frá hæl og tá.
þyngd. 215 gr. (unixex)


Skoða í verslun

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó