fbpx
7maí

Burt með beinhimnubólguna

Hér eru í stuttu máli góð ráð gegn beinhimnubólgu en ítarlegri texti fyrir neðan.

  • Notaðu góða íþróttaskó með höggdempun og stuðning sem henta þínu fótlagi, stoðkerfi og notkun.
  • Í göngugreiningu fást bestu ráðleggingarnar til að velja skó sem henta þér best og einnig er hægt að útbúa sérgerð innlegg sem hjálpa enn frekar.
  • Nota þrýstihlífar eða þrýstisokka sem styðja vel við, minnka þar með högg og örva blóðflæði.
  • Nudda eða rúlla með nuddbyssu eða nuddrúllu og teygja í upphitun og endurheimt.

Beinhimnubólga (medial tibial stress syndrome / shin splints) er skilgreind sem bólga og/eða slit í vöðvafestum við sköflunginn (tibia), einkennin geta komið fram við innan- eða utanverðan sköflung og í slæmum tilfellum báðu megin. Einkenni lýsa sér sem verk við sköflunginn og kemur yfirleitt fram í álagi.


Beinhimnubólga er verkur við sköflung

Allir sem finna fyrir beinhimnubólgu ættu að koma í göngugreiningu því beinhimnubólga eru álagmeiðsli sem stafa af síendurteknu álagi í hlaupum, hoppum og jafnvel göngu. Í göngugreiningu er meðal annars skoðað hvernig þungi dreifist á hæla í niðurstigi, hversu vel sinabreiða iljar (plantar fascia) vinnur úr álagi í gegnum skrefið, hvort skekkjur séu í ökklum eða hnjám og hvernig fætur hreyfast í gegnum skrefið. Stundum getur myndast mikið snúningsátak (tibial rotation) á sköflunginn í gegnum skrefið sem eykur hættu á beinhimnubólgu. Ef einkennin eru meiri eða eingöngu á öðrum fæti er enn mikilvægara að koma í göngugreiningu.
Smellið hér til að bóka og lesa meira um göngugreiningu.


Í göngugreiningu notum við fyrsta flokks búnað frá RsScan. Þrýstiplatan okkar styður 3D prentun á innleggjum.

Út frá göngugreiningu er svo aðstoðað við að velja allra bestu íþrótta- eða hlaupaskó fyrir viðkomandi með réttum stuðning og höggdempun. Einnig er hægt að útbúa sérgerð innlegg í íþróttaskó sem dreifa álagi betur á fætur og upp leggina. Þetta tvennt er það allra mikilvægasta sem lausn og forvörn gegn beinhimnubólgu því einn helsti orsakavaldur beinhimnubólgu er lélegur, mikið slitinn og/eða rangur skóbúnaður.


Glycerin eru mest höggdempandi skórnir með hlutlausan stuðning frá Brooks.

Upphitun og endurheimt (recovery) er lykilatriði þegar koma á í veg fyrir beinhimnubólgu og meðhöndlun hennar. Í kálfanum eru 11 vöðvar sem skiptast upp 4 hólf og er sá vöðvahópur sem er lengst frá hjartanu, það er því gríðarlega mikilvægt að hita vel upp fyrir átak svo nægilegt blóðflæði sé komið af stað í gegnum vöðvana sem gerir þá tilbúna í áreynslu. Til þess er mikilvægt að gera æfingar og teygjur sem reyna létt á þessa vöðva.


Hypervolt er ein allra tæknilegasta nuddbyssan á markaðnum. Aflmikil en mjög hljóðlát.

Hjá okkur færð þú vörur frá Hyperice sem er leiðandi í tæknilegum vörum fyrir upphitun, endurheimt og liðleika. Hjá Hyperice starfa læknar og sjúkraþjálfarar sem koma að vöruþróun og ráðleggingum til notenda.
Hér má sjá upphitun og endurheimt fyrir ýmsar íþróttir og meiðsli frá sjúkraþjálfara Hyperice.


Hyperice Vyper 2.0 er öflugasta nuddrúllan á markaðnum.

Þrýstivörur (compression) geta hjálpað gegn beinhimnubólgu, bæði í meðferð og fyrirbyggjandi. Við erum bæði með fyrsta flokks þrýstihlífar og þrýstisokka frá Compressport, Feetures og McDavid. Hlífarnar og sokkarnir örva sogæðakerfið og stuðla að auknu blóðflæði í gegnum vöðva, auka súrefnisupptöku og hjálpa við losun á úrgangsefnum svo sem mjólkursýru o.fl. Einnig veita hlífarnar og sokkarnir góðan stuðning sem dregur úr högginu sem kemur upp legginn við niðurstig en það eykur álag á vöðvafestur við sköfluninginn. Mikla nákvæmni þarf í framleiðslu á slíkum vörum svo þær skili sem mestum árangri en margar aðrar þrýstivörur standa ekki undir væntingum og eru í raun bara þröngur sokkur.


Þrýstihlífarnar frá Compressport eru háþróaðar og hugsað er fyrir hverju smáatriði.

Fyrir þá sem hafa prófað þrýstisokka og/eða þrýstihlífar og finna lítinn eða engan mun geta prófað sérstaka stuðningshlíf frá McDavid sérstaklega þróaða fyrir beinhimnubólgu. Hún veitir mikinn og nákvæman stuðning sitt hvoru megin við sköflunginn með EVA þrýstipúðum.


McDavid 4102 er sérhönnuð beinhimnubólguhlíf.

OOFOS heilsusandalarnir voru þróaðir til að minnka álag á fætur eftir áreynslu sem er mikilvægur hluti af endurheimt (recovery). Öllu jafnan göngum við á hörðu undirlagi og fóturinn getur verið sérstaklega viðkvæmur fyrir því eftir hlaup eða miklar æfingar. Efnið í OOFOS heilsusandölunum veitir framúrskarandi höggdempun og mýkt ásamt góðum stuðning undir iljarbogana. Þar með hvílist fóturinn eins vel og hægt er ásamt því að minnka högg og álag upp legginn. Mikilvægt er að vera alltaf í góðum skóm, inni sem úti – í álagi sem og eftir álag.


OOFOS eru ofboðslega mjúkir, þægilegir og fara vel með fætur og stoðkerfi.

Kæling er góð eftir álag til að minnka bólgur. Hjá okkur færðu þægilega endurnýtanlega gel kælipoka frá McDavid sem auðvelt er að leggja framan á leggina, forðist að leggja mjög kalda hluti á bera húð, hafið eitthvað á milli svo sem handklæði eða einfaldlega þrýstisokkana eða þrýstihlífarnar því þær eru frábærar eftir álag líka. Mikilvægt er að kæla ekki of lengi eða að hámarki 20 mínútur og kæla þá frekar oftar.


Bráðsniðugir gel pokar frá McDavid sem hægt er að kæla eða hita.

Einnig fást hjá okkur vönduð vöðva-, kæli- og hitakrem til að vinna gegn bólgum og verkjum sem má nota fyrir og eftir átak.

Mikilvægt er að styrkja kálfa, ökkla og fætur til að þola það álag sem af þeim er krafist. Byrjendur í hlaupum eða öðrum íþróttum fá oft beinhimnubólgu en algengt er að farið er of geyst af stað.  Að vera í yfirvigt eykur líka álag. Því er nauðsynlegt að vera í góðum skóbúnaði með réttum stuðning og höggdempun. Vant íþróttafólk í góðu líkamlegu ástandi getur einnig fengið beinhimnubólgu en oft er þá um aukningu eða breytingu í æfingum að ræða. Ef hugað er vel að öllum þáttum ætti beinhimnubólgan að minnka og smám saman hverfa. Það er skynsamlegt að leita sér aðstoðar sjúkraþjálfara til að meta styrk og jafnvægi vöðva og fá ráðleggingar um bestu æfingarnar og teygjurnar fyrir þig.

Ef um mikil einkenni er að ræða, sérstaklega ef sköflungurinn er viðkvæmur viðkomu og einkenni eru mjög staðbundin getur verið um álagsbrot að ræða og er þá ráðlagt að leita til læknis.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun