fbpx
8apr

Hlaupagreining


Hlaupagreining er í raun skoðun á þínum hlaupastíl, einskonar úttekt á því hvort
þú sért að beita þér á hagkvæman hátt og hvort um óþarfa álag sé að ræða.
Stífleiki er mjög algengur auk þess sem marga vantar styrk, þetta tvennt hefur
mikil áhrif á hreyfimynstrið. Svo er oft mikill munur á hægri og vinstri hlið.
Flestir fá alveg nýja upplifun af því að hlaupa og fyrir marga munar mjög
miklu að fá að vita hvað þeir eru að gera gott og hvað þeir eru að gera síður gott.

Greiningin hefst á því að hlauparinn hitar upp í ca 10 mínútur.

Eftir það hefst myndataka frá þremur hliðum og videóin sett í skoðunarforrit.
Í grunninn eru 8 lykil stöður í hlaupastílnum skoðaðar og kostir og gallar ræddir.
Hlaupari fær svo góð ráð við æfingar og aðferðir til að bæta stílinn sinn sé þess þörf.
Einnig ráðgjöf um skóbúnað, hlaupabúnað, stoðvörur og annað sem gæti hjálpað ef um vandamál er að ræða.
Hlauparinn fær svo niðurstöðuskýrslu í tölvupósti þar sem stöðurnar eru útskýrðar á
myndrænan hátt.

Það er góð tilfinning að æfa hlaup og vera viss um að maður sé að bæta sig án óþarfa álags og meiðsla.

11maí

Hlaupagreining

Hlaupagreining eða hlaupastílsgreining, snýst um að finna veikasta hlekk hlauparans og finna leiðir til úrbóta. Það getur komið í veg fyrir meiðsli, aukið árangur og aukið vellíðan á hlaupum.

Þú mætir í hlaupagallanum og hleypur alls um 15 mínútur á hlaupabretti.
Eftir viðtal um hlaupaferilinn eru myndbönd skoðuð með þér og athugað hvort eitthvað í hlaupahreyfingunni gefi til kynna misræmi í styrk milli hægri og vinstri hliðar, hvort helstu vöðva vanti styrk eða séu virkir, hvort eitthvað hamli frjálsri eðlilegri hreyfingu og hvernig líkamsstaða og beiting er við hlaupin.
Farið er yfir hvernig bæta má úr lykil þáttum ef þarf, svo sem með styrktaræfingum, tækniæfingum, göngugreiningu, “réttum” skóbúnaði, fara í sjúkraþjálfun ofl.

Þú færð tölvupóst með minnispunktum um niðurstöðurnar.
Greiningin tekur um klukkustund og kostar kr. 18.990,- 

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó