fbpx
8apr

Hvernig á að velja hlaupaskó

Hér eru í stuttu máli mikilvægustu ráðin við val á hlaupaskóm en ýtarlegri texti fyrir neðan.

  • Velja skó eftir hvaða stuðning þeir veita, hlutlaus eða innanfótarstuðningur.
  • Í göngugreiningu fást bestu ráðleggingarnar til að velja skó sem henta þér best.
  • Nota höggdempandi skó ef þú ert byrjandi, í yfirvigt, með stoðkerfisvandamál eða í löngum hlaupum.
  • Fjaðrandi skór henta fyrir hraðari hlaup, spretti, keppnir og almenna líkamsrækt.
  • Passa að velja ekki skóna of litla eða þrönga.
  • Það skal vera gott rými um tær og táberg sem leyfir fætinum að þrútna út á hlaupum.

Val á hlaupaskóm snýst um að velja þá skó sem henta þín fótlagi, stoðkerfi og notkun best.

Til að aðstoða við val á skóm er best að koma í göngugreiningu, þar fást mestu og bestu upplýsingarnar til að aðstoða þig sem allra best  við valið.
Smellið hér til að bóka og lesa meira um göngugreiningu.

Einnig veitum við góða ráðgjöf í verslunum okkar og leggjum mikla áherslu á þekkingu starfsfólks. Í verslunum okkar er Footbalance fótskoðunartæki sem starfsfólk okkar getur notað til að velja skó. Það getur líka verið gott að koma með slitna hlaupaskó til að skoða slitmynstur þeirra.


Hlutlaus staða á hæl og ökkla í Brooks Revel 3

Það fyrsta sem við skoðum er hvaða stuðningur hentar þér best. Stuðningur í hlaupaskóm skiptist í tvo flokka, hlutlausan og innanfótarstuðningur. Hlutlausir skór (neutral) veita jafnan stuðning innan- og utanvert við fótinn. Í skóm með innanfótarstuðning (support) er miðsólinn stífari við innanverðan hæl og miðfót. 


Brooks Adrenaline GTS 20 með ‘Guiderails’ innanfótarstuðning

Næst förum við í eiginleika miðsólans. Efnin í miðsólanum eru annars vegar höggdempandi eða fjaðrandi. 

Höggdempandi skór dreifa högginu úr niðurstiginu út til hliðanna og frá líkamanum til að minnka álag upp stoðkerfið. Þess vegna henta höggdempandi skór fyrir lengri hlaup og mikið álag. Þeir sem eru of þungir og/eða glíma við vandamál í baki, mjöðmum, hnjám eða fótum ættu að velja skó með mikilli höggdempun. Mikilvægt er að hafa hugfast að mýkt í skóm er ekki endilega það sama og höggdempun.

Fjaðrandi skór eru hinsvegar hannaðir til að skila orkunni úr niðurstiginu tilbaka sem gefur meiri kraft í frásparkið og stuðlar að meiri hraða. Þeir eru fyrst og fremst fyrir vana hlaupara og fólk í góðu líkamlegu ástandi. Þeir eru notaðir í allt frá sprettum upp í maraþon en einnig eru þeir frábærir í almenna líkamsrækt.


Levitate 3 er mest fjaðrandi skórinn frá Brooks

Það eru margir aðrir þættir sem skipta máli varðandi hversu góðan stuðning, höggdempun eða fjöðrun skór veita t.d. gæði framleiðslunnar, hvernig þeir eru hannaðir og samsettir og fleira. Þessa þætti hefur sérfræðingur í göngugreiningu í huga við val á skóbúnaði.

Við veljum skó frá Brooks sem er bandarískt merki frá árinu 1914 sem sérhæfir sig eingöngu í hlaupaskóm og hlaupafatnaði. Brooks hafa verið vinsælustu hlaupaskór í sérverslunum í Bandaríkjunum frá árinu 2011 og fengið flest verðlaun hjá stærsta óháða hlaupatímariti heims Runner’s World. 

Samkvæmt könnunum hlaupavefsins hlaup.is hafa þeir einnig verið vinsælastir hér á landi undanfarin ár. Fjöldi íslenskra afrekshlaupara nota Brooks skó t.d. íslandsmeistararnir Hlynur Andrésson, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, Hákon Hrafn Sigurðsson, Sæmundur Ólafsson, Fjóla Signý Hannesdóttir og Hafdís Sigurðardóttir. Við höfum haldið Brooks á sama eða betra verði en á hinum norðurlöndunum og samkeppnishæft við Bandaríkin, verðið hérlendis er líka hagstæðara en hjá mörgum keppinautum.


Undirsólinn á Cascadia 14 utanvegaskónum er gripmesti skórinn frá Brooks

Vinsældir utanvegahlaupa hafa aukist mikið hér á landi enda náttúra okkar einstaklega falleg. Slíkir skór eru hannaðir fyrir gróft, óstöðugt og ójafnt undirlag. Undirsólinn er grófari og gerður í gripmeiri gúmmíblöndu. Dempunarefnið og hönnunin öllum skónum er þróuð til að takast á við ójöfnur í undirlagi á meðan götuskór eru gerðir fyrir malbik, stíga og hlaupabretti. Yfirbyggingin á skónum er sterkari og þéttari til að þola meira átak en um leið losa þeir greiðlega vatn. Utanvegaskór eru mjög frábrugðnir götuskóm og við mælum ekki með að nota annað hvort götuskó né utanvegaskó í bæði götu- og utanvegahlaup. Einnig henta utanvegaskór frábærlega í léttar göngur og fást með og án vatnsheldrar filmu.


Caldera 4 er mýksti utanvegaskórinn frá Brooks

Stærð, snið og breidd eru lykilatriði þegar velja skal hlaupaskó. Oftar en ekki þarf að velja stærra númer en vanalega vegna þess að hlaupaskór verða að vera rúmir því fóturinn þrútnar út við hlaup og lengri göngur. Gott er að máta skóna í hlaupasokkum og miða við að hafa 10-20mm fyrir framan tær þegar stigið er í fótinn. Hjá okkur fást margar gerðir í mismunandi breiddum, allt frá medium til extra-wide og í stórum stærðum eða herra upp í 49,5 og dömu upp í 44,5.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó