fbpx
18júl

Að velja hlaupaskó | Hvernig hlaupaskór henta þér?

Það hafa alltaf verið tvær vinsælar spurningar sem ég (Fjóla Signý) hef fengið sem landsliðskona í frjálsíþróttum það er – „í hvaða skóm hleypur þú?“ og svo „hvað borðar þú?“.

Ég er búin að nota Brooks hlaupaskó í yfir 10 ár og vinna fyrir merkið í rúm 4 ár. Núna eftir Covid hefur hlaupaæði gripið landann sem aldrei fyrr. Ég fæ því nánast daglega spurningar um hlaupaskó, hvernig eigi að velja og hvaða skór henta. Loksins er ég búin að skrifa þetta blogg og taka myndbönd með frekari skýringum.

Í þessu bloggi og myndböndum mun ég ræða:

  • hvað þú þarft almennt að hafa í huga þegar þú ert að velja góða hlaupaskó (hælkappinn á að vera stífur og sólinn aðeins að brotna undir táberginu – ef skórinn á að gera eitthvað fyrir fótinn á þér)
  • hvað þú ert að leitast eftir. (undir hvaða flokk flokkast skórinn, finndu hvernig fjöðrunin er í sólanum, hvernig er gripið undir ofl.)
  • hvaða spurningar þú ættir að spyrja (starfmaður ætti að vita úr hvaða efni sólinn er, hvert “droppið” er, hver munurinn er á milli ólíkra týpa)
  • hver er munurinn á hlaupaskóm (hvað notaru í löngu túrana / spretti  / göngur ofl.)
  • Hvernig skó vantar þig? (styrkta/hlutlausa, hvernig æfingar ertu að gera, ertu með verki einhverstaðar?)

Ég mæli alltaf með því að fara í göngugreiningu há Fætur Toga til að fá sem nákvæmasta greiningu hvernig skór henta þér best. Með nákvæmri greiningu er hægt að sjá hvaða stuðning þú þarft og fá ráðleggingar hjá starfsfólki sem vita mikið um eiginleika skóna.

Ef þú vilt reyna greina sjálf/ur hvort þú þarft styrkta skó gætir þú skoðað skó sem þú hefur notað mikið. Ef skórnir eru :

  • mikið eyddir efst við ökklann að innanverðu
  • skórnir falla inn við ökklann að innanverðu
  • ef þú labbar mjög útskeif/ur
  • Tekur myndband af þér labba á tánum og sérð að ökklinn fellur inn í hverju skrefi

Ef þetta á við þig er líklegt að þú þurftir innanfótastyrkta skó (oft talað bara um “styrkta skó”).


Einnig mun ég ræða um 3 flokka af skóm hjá Brooks

  • höggdempandi skór
  • utanvega skór
  • fjaðrandi/hraðir skór

Ég veit flest allt um Brooks skó og þessvegna tek ég þá vel fyrir. Brooks var stofnað í Bandaríkjunum 1914. Síðustu 15 ár hefur Brooks verið það hlaupaskómerki sem hefur hlotið flest verðlaun frá óháðum aðila. Brooks var kosið hlaupafyrirtæki ársins mörg ár í röð


Hér kemur fyrsta myndbandið þar sem ég ræði almennt um hlaupaskó, sama hvaða íþróttamerki þú velur.

Hvað þú þarft að hafa í huga og hvernig þú velur rétta skó fyrir þig:

Í myndbandinu hér að ofan tala ég um:

Hvernig þú átt að skoða skóinn:

  • Hversu stífur er hælkappinn?
  • hvar og hvernig brotnar skórinn?
  • úr hvaða efni er sólinn?
  • hvernig er gripið undir sólanum?
  • Ertu með breiðan eða grannan fót?
  • Ertu með verki einhverstaðar í líkamanum?
  • Þarftu hlaupaskó sem eru sérstaklega fyrir þunga hlaupara?
  • Þarftu hlutlausa eða styrkta skó?

Ef ég ætti að gróf flokka hvaða Brooks skó þú ættir að nota hvenær mundi ég flokka þetta svona:

Ég mæli með að þú fáir þér Ghost eða Glycerin (eða Adrenaline eða Glycerin GTS ef þú þarft styrkta skó) ATH! það er hægt að fá Ghost GTX – vatnshelda.

  • Ef þú:
    • ert að byrja að hlaupa
    • ert að hlaupa marga kílómetra 10 km eða meira
    • finnur fyrir verkjum í ökklum, beinhimnubólgu, hnjám, mjöðmum, baki
    • Ert standandi eða labbandi allan daginn í vinnunni (t.d þjónar, heilbrigðisstarfsmenn, húsverðir, afgreiðslufólk ofl)
  • Það er myndband hér að neðan þar sem ég tala um höggdempandi skó

Ég mæli með að þú fáir þér Dyad, Beast / Ariel eða Addition Walker ef þú:

  • ef þú ert með mjög breiða fætur (ATH það er hægt að fá breiða Ghost)
  • ef þú þarft mikinn stuðning við fæturna
  • Ef þú ert í yfirþyngd og þarft sterkari skó.

Ef þú ert að leita af skóm í ræktina (crossfit, líkamsræktarsalinn, boot camp, eða sambærilegt) mæli ég með að þú skoðir hraða/fjaðrandi skó. (sjá hér að neðan)

Ef þú ert að leita af skóm fyrir fjallgöngur eða viðavangshlaup mæli ég með að þú skoðir skó fyrir utanvegahlaup hér að neðan.

Ef þú ert að velja utanvegaskó mæli ég með:

  • Cascadia  þegar þú ert að fara í mikinn bratta, lausamöl og drullu. Frábærir til að keppa utanvegahlaupum ef þú þarft að hlaupa yfir ár. Þeir hleypa vatni mjög vel frá sér.
  • Cascadia GTX Ef þú ert að ganga/hlaupa mikið í röku undirlagi t.d drulla eða mýri. Ert einnig að fara í bratta og lausamöl. Ætlar ekki að vaða yfir ár, heldur passar að fara aldrei í vatn sem nær upp fyrir skóinn.
  • Divide ef þú ert að leitast eftir skóm til að fara bæði utanvega og á mabikið. Hentar vel að hlaupa á stígum, eins og í Heiðmörk og Elliðárdalnum. Hleypa ekki vatni vel frá sér, eru léttari en Cascadia
  • Caldera ef þú vilt hafa skóna þína frekar flata (lítið dropp). Kannt vel við að vera í skóm með þykkum sóla. Henta mjög vel fyrir ultra utanvegahlaup 40km +. Hleypa vatni vel frá sér.
  • Catamount Ef þú ert að keppa og vilt bæta tímann þinn. Þeir eru hraðir og léttir.
  • Það er myndband hér að neðan um utanvegaskó

Þú vilt fá þér hraða / fjaðrandi skó ef þú vilt:

  • Vantar skó í ræktina eða aðrar þrekæfingar
  • Fyrir keppnishlaup og vilt bæta tímann þinn
  • Vilt ná meiri hraða á tempo/hraða æfingum
  • ATH! ekki gott að vera of mikið í hröðum/fjaðrandi skóm ef þú ert með verki í fótum eða annarstaðar í stoðkerfinu.
  • Það er myndband hér að neðan þar sem ég tala um hraða og fjaðrandi skó.

Í flokki hraða og fjaðrandi skó hjá Brooks eru eftirfarandi skór:

  • Hyperion Tempo: mjög léttur og hraður skór. Jafnframt er hann frekar mjúkur miða við hraða skó. Það er hægt að nota þennan skó allt frá sprettum sem eru mældir í metrum upp í marga kílómetra.
  • Hyperion Elite: keppnis skór fyrir götuhlaup. Eru með carbon plötu, þeir henda þér áfram í hverju skrefi.
  • Launch er hlutlaus og styrktur er Launch GTS. Hentar vel í ræktina, frjálsíþróttaæfingar og aðrar þrekæfingar. Léttur og þægilegur
  • Levitate kemur hlutlaus og styrktur er Levitate GTS. Þeir henta fyrir sömu æfingar/aðstæður og Launch en þessi er meira “trampolín” en aðeins þyngri. Ég myndi alltaf mæla með að taka styrkta skó ef þú ert mikið að gera stefnubreytingar, eins og stíga til hliðar eða snúa við.
    Levitate er mjög flottur á fæti og því oft tekinn sem strigaskór til að vera hversdags.
  • Revel er ódýr skór og flott útlit. Þar af leiðandi er hann oft tekinn sem strigaskór og þá sérstaklega fyrir unglinga.

Nú koma myndböndin þar sem ég fer yfir þessa hluti:

Vinsælustu og mest seldu skórnir hjá Brooks eru höggdempandi skórnir. Ástæðan er einföld þeir henta flestum og í flest.

Hér er ég að tala um höggdempandi skó.

Utanvegahlaup er mjög vaxandi grein. Margir hafa verið að hlaupa lengi á götunni og eru að færa sig meira í utanvegahlaup eða til að breyta til. Margir eru viðkæmir í hnjám og fá verki annarstaðar í stoðkerfið og þá hefur reynst vel að hlaupa meira utanvega þar sem jarðvegurinn er mýkri og minni högg á líkamann.

Hér ræði ég um utanvegaskóna hjá Brooks:

Hraðir/fjaðrandi skór er gaman að eiga ef þú ert að hugsa um að ná upp meiri hraða og bæta tímann þinn þarftu að eiga par af hröðum eða fjaðrandi skóm.

Hér talað um hver munurinn er á Levitate, Revel, Launch, Hyperion og gaddaskóm.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó