fbpx
24maí

Compressport Þrýstifatnaður


Helstu niðurstöður úr rannsóknum við virta háskóla sem birtar hafa verið í vísindatímaritum um
Þrýstifatnað frá Compressport:

33% minni víbringur í vöðvum
42% minni álagsáverkar í vöðvum (micro tears)
29% minni líkur á meiðslum
50% minni bólgumyndun
13% meiri líkur á að klára Ultra Trail.

Kálfahlifar

Compression kálfhlífar eru það besta sem íþróttafólk fær til að auka þægindi, árangur og endurheimt.
Á meðan æfingu stendur: Spornar við niðurbroti í vöðvum og eykur árangur, kálfahlífar minnkar þreytu
og sársauka. Þær gagnast líka gegna stífleika, krömpum og micro áverkum sem oft koma í vöðvana.
Eftir æfingu: Kálfahlífarnar hjálpa til við enduruppbyggingu og endurheimt.
Almenn þægindu aukast bæði á meðan á átökum stendur og eftir að þeim lýkur.

Mjög margt atvinnuíþróttafólk hefur valið Compressport kálfahlífar. Þær eru gríðarlega vinsælar og mikið notaðar á
IRONMAN World Championship síðan 2010. Frederik Van Lierd, var fyrsti IRONMAN meistarinn sem notaði Compressport hlífar
árið 2013. Compressport kálfahlífar eru líka mjög mikið notaðar af atvinnu Trail hlaupurum og í stórum hlaupum er
mjög algengt að sjá þetta ofurfólk koma í mark í Compressport hlífum og fatnaði.

R2V2 er án efa þekktasta kálfahlífin í línunni. Þessa hönnun og lúkk er hægt að sjá í öllum stórum hlaupum í heiminum, alveg frá brautarhlaupum,
götuhlaupum og auðvitað trail hlaupum. Vísindalega hannað til að hrista upp í íþróttaheiminum, samkvæmt ítrustu kröfum heilbrigiðgeirans, en er
í stöðugri þróun. Nýjasta útgáfan af R2V2 kálfahlífunum er byggð á efni sem er 3D ofið, byltingarkennt “vöflu” áferð sem passar enn betur upp á
ökklan og liðbönd í ökklanum. Aukinn teygjanleiki eykur þægindi og hún situr betur.
Þegar þú ert í hlífunum fyrir átök, þá eykst blóðflæðið og undirbýr vöðvana og hugann fyrir það sem koma skal.
Á meðan æfingum og keppnum stendur virkar rakadræga efnið í hlífunum þannig að það dempar hreyfingu vöðvanna og minnkar þannig álagsáverka, minnkar
sársauka og seinkar þreytu. Og þar að auki minnkar uppsöfnun á mjólkursýru í kálfavöðvum.
Sérstakur flipi við hná er sérhannaður til að minnka högg og óþægindi kringum hné þegar þú ert að hlaupa hratt niður grýtta brekku eða á öðru hörðu undirlagi.
Hvort sem þú ert að stefna á PB í 10k eða að reyna að komast í UTMB hlaupin þá eru Compressport kálfahlífar sennilega þinn besti félagi til að styðja þig í áskoruninni.

– Frestar þreytu og eykur árangur með því að minnka víbring í vöðvum sem hjálpar þér að halda hraða lengur.
– Hágæða stuðningur við kálfavöðva minnkar líkur á meiðslum og krömpum með hnitmiðuðum 360 gráðu stuðningi.
– Mestu fáanlegu þægindi með teygjanleika í efninu sem látur hlífarnar sitja einstaklega vel, ekkert nudd og þær haldast á réttum stað alla leið.

Þrýsti ermar
Stundum er enginn tími til að klæð sig úr eða í fötum í keppni. þá er gott að hafa skjóta lausn og leysa málin fljótt og vel.
Armforce þrýstiermarnar eru einstaklega þægilegar og léttar. Þær eru hannaðar úr sama efni og keppnissokkarnir frá Compressport, saumalausar.
Hitajöfnun er lykillinn að virkninni og Armforce er lang besta lausnin þegar veður er svalt.
Mjög léttur þrýstingur er á lykil staði til að örva blóðflæði og stuðning, það heldur vöðvunum ferskum, fyrir, á meðan og eftir átök.
Sérstaklega vel hannað svæðið í kringum olnboga því þar er þynnra efni að innanverðu til að auka öndun og til að ekkert hindri hreyfingu.
Einnig eru Compressport signature 3D bólurnar settar í efnið í kringum framhandlegg fyrir aukið blóðstreymi auk þess sem
þetta virkar líka sem svitaband þegar á þarf að halda.
Með því að geta dregið ermarnar niður, eða upp eftir hentugleika þá sparast hreynlega oft að vera í auka flík, í hjólreiðum, hlaupum eða öðrum þolíþróttum eru
ermar frábær kostur til að vera eins léttur og kostur er án þess að verða of kalt. Og í bónus fær maður léttan þrýsting á hárrétta staði.


Compressport þrýstisokkar
Það var mikill pressa á Compressport að hanna háa sokka með innbyggðum þrýstingi á kálfa í sama háa gæðaflokki og kálfahlífarnar.
Og auðvitað fórum við í það verkefni.
Compressport þrýstisokkar eru úr mjúku teygjanlegu efni með hnitmiðuðum þrýstingi á hárréttum stöðum. Þannig næst hámarksstuðningur við
götuhlaup, brautahlaup og trailhlaup. Vöðvaskemmdir minnka því víbringur og hreyfing vöðvanna minnkar mikið. Þreytu seinkar og svo þú haldir
athyglinni lengur á verkefninu. Þó þú keyrir í gegnum polla, ár og læki eða bara í rigningu þá haldast sokkarnir alltaf léttir. Það gerir hið sérstaka efni og loftunin
sem er ofin sérstaklega inn í efnið. 3D punktarnir í efninu taka við höggum, verja viðkvæm svæði eins og hásinasvæðið og auka blóðflæði með stöðugu léttu nuddi.
Einnig er efnið þannig að sokkarnir renna ekki til inn í skónum sem minnkar þannig líkur á blöðrum og minnkar hitamyndun. Með stuðningi undir ilinni er komið í veg fyrir
að sokkarnir snúist og auka þannig stoðugleika þar sem álagið er mikið, t.d. í grýttu undirlagi. En enginn þrýstingur er á tásvæðinu til að þær fá að hreyfast eðlilega
í takti við undirlagið.


Það er líka gagnlegt að vera í sokkunum fyrir átök til að auka blóðflæðið til vöðvanna, þannig verður maður andlega og líkamlega tilbúinn að ná markmiðunum.
Frá 5km og upp í maraþon, og alveg upp í ultrahlaup í UTMB, þetta er alltaf frábært til að styðja þig í þinni áskorun. Svo er lúkkar þetta líka mjög vel.

Skoða: Þrýstifatnaður 

Skoða: Þrýstisokkar

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó