fbpx
21nóv

Mislengd fótleggja og verkir í mjóbaki

 

Í stuttu máli er mislengd fótleggja mjög algengur orsakavaldur verkja í mjóbaki og mjöðmum og hefur mikil áhrif á stoðkerfið í heild sinni. Allir sem finna fyrir slíkum verkjum ættu að koma í mælingu í göngugreiningu. Smelltu hér til að bóka tíma. Lestu áfram ef þú vilt kynna þér mislengd fótleggja.

Mislengd fótleggja getur bæði verið anatómísk eða áunnin. Við skilgreinum anatómíska mislengd sem raunverulega mislengd fótleggja og á oftast við um sköflung (e. tibia) og/eða lærlegg (e. femur). Anatómísk mislengd getur verið arfgeng(meðfædd), vegna slysa og/eða beinbrota, liðskiptaaðgerða eða sjúkdóma. Í öllum þessum tilfellum orsakar mislengdin skakka stöðu á mjaðmagrind og þar með oftast hryggskekkju í mjóhrygg.

Hér er borið saman stöðu mjaðma og mjóhryggs án og með hækkunar á einstakling með mikla mislengd.

Áunnin mislengd er þegar ekki er raunveruleg mislengd fótleggja eða hún innan skekkjumarka en staða mjaðmagrindar er skökk.
Orsakir áunninar mislengdar geta verið fjölmargar en líkamsstaða við vinnu, æfingar og daglegt líf hafa mikil áhrif en getur líka til dæmis orsakast af slysum. Í mörgum tilfellum getur fólk verið með aukna áunna mislengd til viðbótar við anatómíska mislengd.

Við mælum mislengd bæði frá hnjám og mjöðmum með sérhönnuðu hallamáli. Mæling frá hnjám (e. lateral condyle of femur) er framkvæmd sitjandi með hné í 90° til að skera úr um hvort mislengd sé á sköflungum. Mæling frá mjöðmum er framkvæmd standandi og mælt er frá mjaðmakömbum (e. iliac crest). Þannig er hægt að komast að hvort mislengdin sé annað hvort fyrir ofan eða neðan hné eða bæði.

Hér er sérfræðingur í göngugreiningu að mæla mislengd frá hnjám.

Flestir sem mælast með 0-3mm mislengd finna fyrir litlum eða engum einkennum og teljum við það því innan skekkjumarka en þegar mælingar eru 4mm+ finna mjög margir fyrir einkennum. Einkenni eru algengust við mjóbak, mjöðm/mjaðmir, nára, getur leitt niður læri í fótlegg og getur sömuleiðis náð upp bakið eða út í síðu/að herðablaði. Þegar mislengd er 20mm+ er það talið bæklun og á viðkomandi rétt á aðstoð frá Sjúkratryggingum Íslands.

 • Einungis 10% mælast með enga mislengd eða 0mm.
 • Um 40% eru innan skekkjumarka eða 0-3mm.
 • Það skilur eftir um 60% sem eru með mislengd yfir skekkjumörkum eða 4mm+.
 • U.þ.b. 80% þeirra sem mælast með 4mm+ mislengd hjá okkur í göngugreiningu eru með verki sem tengjast mislengd.
 • Um 15% eru með 10mm+ og þarf af tæplega 1% með 20mm+.
 • Hægri fótleggur er styttri í um 55% tilfella.

Þeir sem finna fyrir verkjum í mjóbaki og/eða mjöðmum ættu eins og áður kom fram að koma í mælingu í göngugreiningu. Þá er hægt að koma til móts við mislengdina með hækkun undir styttri fótinn. Hversu mikið þarf að hækka er metið fyrir hvern einstakling af sérfræðing í göngugreiningu. Hækkanir er hægt að fá annars vegar í sérgerð innlegg og/eða með hækkunarpúða undir hæl. Við ráðleggjum að nota hækkun í alla skó til að leyfa baki og mjöðmum að aðlagast og halda réttri stöðu sem allra mest. Þegar þarf að hækka mikið eða 10mm+ er ráðlagt að setja hækkun í botninn á skónum sjálfum, þá er botninn skorinn upp og hækkun límd í botninn sjálfan, oft er notast við hluta af hækkun ofan í skó með innleggi til viðbótar við hækkun á skóm.

Hér er dæmi um sérgerð innlegg með hækkun undir vinstri fót ásamt styrkingu innanvert vegna innhalla á ökkla sem var ekki hægra megin, beggja megin er aukin höggdempun undir hæla.

Sérgerð innlegg eru að öllu leiti betri en hækkunarpúðar því þar er stuðningur undir iljarboga og dreifir álagi eins vel á fætur og stoðkerfi og hægt er.
Hækkunarpúða er ráðlagt að nota í þá skó sem innlegg passa ekki eða illa í svosem inniskó eða spariskó.
Við getum sniðið innlegg í skó sem gefa lítið pláss eins og t.d. fótboltaskó.

Þegar fólk byrjar að nota hækkun er ráðlagt að koma í endurkomu eftir 3-6 mánuði til að mæla á ný hvort einhver breyting hafi orðið á stöðu mjaðmagrindar frá fyrri mælingu.
Ef um áunnina mislengd er að ræða er mögulegt að sú skekkja gangi tilbaka og þá er hægt að minnka eða auka hækkun í samræmi við breytingar.
Í sumum tilfellum er byrjað með litla hækkun sem er aukin í nokkrum skrefum til að auðvelda líkamanum aðlögun að breyttri stöðu. 


Hér er hækkunarpúði undir hæl í OOFOS sandölum.

Mislengd fótleggja hefur áhrif á gríðarlega margt í stoðkerfinu. Eins og áður kom fram orsakar mislengdin skakka stöðu á mjaðmagrind sem framkallar í mörgum tilfellum hryggskekkju í mjóhrygg, sú skekkja getur verið mikil eða lítil eftir því hversu mikil mislengdin er. Þess vegna eru helstu einkenni mislengdar fótleggja verkir í mjóbaki og/eða mjöðmum, einkenni geta verið öðru megin eða beggja megin. Einnig geta verkirnir leitt niður annan og í slæmum tilfellum báða fótleggi ef skekkjan veldur þrýsting á taugar. Sömuleiðis getur mislengd haft áhrif fram í nára, sérstaklega í íþróttum svo sem fótbolta þar sem snúið og sparkað er oftar með öðrum fæti og reynir ójafnt á hægri og vinstri nára/mjaðmasvæði.

Margir sem mælast mislangir hafa fengið brjósklos eða útbungun í mjóhrygg.Með hækkun og stuðning er í mörgum tilfellum hægt að létta á verkjum og taugaeinkennum frá mjóhryggnum og jafnari staða mjaðma og mjóhryggs getur minnkað hættu á brjósklosi og tengdum vandamálum.

Við liðskiptaaðgerðir á mjaðma eða hnjáliðum breytist oftast lengd fótleggsins og er mjög mikilvægt að skoða það í kjölfar aðgerða.
Könnun meðal bæklunarlækna í Bretlandi leiddi í ljós að meirihluti bæklunarlækna þóttu aðgerð vel heppnuð ef breyting væri innan 15mm,
þó það teljist vel heppnuð aðgerð getur það haft mikil áhrif á líðan viðkomandi, sérstaklega í baki og getur haft áhrif á jafnvægi hjá eldra fólki.

Hér má sjá nýjan lið í mjöðm og mjöðmin með nýja liðnum er hærri en hin.


Vegna mislengdar á fótleggjum verður ójafn þungi á hægri og vinstri fót ásamt því að annar fóturinn tekur meira högg í niðurstigi. Það getur haft ýmsar afleiðingar, sérstaklega á hnjáliði, beinhimnubólgu sem og hælspora eða iljarfellsbólgu (plantar fasciitis).

Það fá ekki allir verki vegna mislengdar þó hlutfallið sé vissulega hátt. Þetta veltur mikið á hæfni líkamans að höndla þetta misræmi álags á hægri og vinstri hlið stoðkerfisins.
Til dæmis eru einkenni meiri hjá eldra fólki sem jafnvel vaggar í göngulagi en yngra fólk í betra líkamlegu ástandi eru bæði með minni verki og sjaldnar.
Nokkrir punktar sem gott er að hafa í huga eru:

 • Styrkur og liðleiki í kjarnavöðvum er gríðarlega mikilvægur.
 • Æfingar og hreyfing sem æfir jafnvægi eru skynsamlegar.
 • Reynið að standa með jafnan þunga í báða fætur, hallið ykkur sem minnst á annan fótinn.
 • Fólk sem stundar t.d. fjallgöngur eða yoga sem reynir á jafnvægi og kjarnastyrk eru oft með minni einkenni og verki.
 • Íþróttir sem byggja á snúningum eins og að sparka í fótbolta eða stökkkraftur á öðrum fæti eins og í fjölda íþrótta mynda frekar ójafnvægi í vöðvastyrk milli hægri og vinstri hliðar og geta gert viðkomandi viðkvæmari fyrir verkjum í tengslum við mislengd.
 • Við hlaup er gott að vera ekki eingöngu á sléttu undirlagi og prófa utanvegahlaup í bland við götuhlaup.

Þeir sem eru viðkvæmir í baki og mjöðmum verða að huga vel að skóbúnaði í æfingum, vinnu og daglegri notkun.
Best er að nota skó með góðri höggdempun og réttum stuðning fyrir fótinn, bestu ráðleggingar um skóval er hægt að fá í göngugreiningu.


Hlaupaskór veita bestu höggdempun af öllum skóm, hvort sem þeir eru notaðir í hlaup eða ekki eru það bestu skórnir fyrir bakveika.
Mikilvægt er að hafa hugfast að mýkt í skóm endurspeglar ekki endilega höggdempunar eiginleika.
Sérfræðingar okkar í göngugreiningu ráðleggja viðskiptavinum okkar með val á skóm í íþróttir, vinnu og daglega notkun.

Glycerin eru mest höggdempandi hlaupaskórnir frá Brooks.

OOFOS heilsusandalarnir veita mestu höggdempun sem fáanleg er í inniskóm og fara vel með fótinn.
Þeir eru með frábæran stuðning undir iljaboga sem er mjög gott ef notast á við hækkunarpúða í hæl vegna mislengdar.

OOFOS sandalarnir eru gríðarlega mjúkir og höggdemandi.


Nuddvörurnar frá Hyperice eru með þeim tæknilegustu og bestu á markaðnum.
Við erum með ýmsar vörur sem geta hjálpað – nuddbyssur, víbrandi nuddrúllur, víbrandi nuddkúlur og bakbelti með hita og víbring.


Nuddbyssa, rúlla eða kúla geta losað um stífleika í vöðvum og auka hreyfigetu í mjóbaki og mjöðmum.
Bakbeltið er hinsvegar gert til að slaka á með sérstakri tíðni víbrings og stillanlegum hita til að losa um spennu og verki við mjóhrygginn,
það belti er ekki gert til notkunar í áreynslu heldur fyrir eða eftir.

Venom bakbeltið frá Hyperice er snilld til að létta á bakverkjum einnig fyrir þá sem eru með brjósklos og/eða útbungun.

Bak stuðningsbeltið frá McDavid er hinsvegar gert til notkunar í áreynslu eða yfir daginn.
Við bakið er hágæða 100% latex-free neoprene (CR-Grade) sem veitir stuðning og hitaeinangrun en á hliðunum er loftunarnet til að auka öndun.
Strappar eru á hliðunum svo hægt er að stjórna stuðningnum.

McDavid 493 bakbeltið styður afskaplega vel við og getur bjargað mörgum þegar reynir aukalega á mjóbakið.

Kæling er sniðug eftir álag til að minnka bólgur, hjá okkur færðu þægilega endurnotanlega gel kælipoka frá McDavid sem geyma má í frysti.
Mikilvægt er að kæla ekki of lengi (hámark 20mín) og kæla þá frekar oftar og forðist að leggja kælipoka við bera húð.

Bráðsniðugir gelpokar frá McDavid sem hægt er að kæla eða hita.

Fyrir konur er gríðarlega mikilvægt að vera í góðum íþróttatopp sem styður vel við.
Allt of algengt er að ekki sé nægilega vel hugað að stuðning, stærð og endingu íþróttatoppa.
Við erum með frábært úrval af hágæða toppum frá Brooks og getum aðstoðað við val á gerð og stærðum til að hámarka stuðning og þægindi.

Ekki vanmeta mikilvægi íþróttatoppa.

Einstaklingar með mislengd fótleggja geta einnig haft gott af aðstoð kírópraktora, sjúkraþjálfara og/eða nuddara en hver meðferðaraðili hefur sína meðferð og ekki er eitthvað eitt rétt fyrir alla. Mismunandi meðferðir geta einnig aukið virkni annara. Sérfræðingar okkar eru í góðu sambandi og samvinnu við meðferðaraðila úr ýmsum stéttum og hika ekki við að beina viðskiptavinum okkar þangað sem stoðkerfi þeirra þarfnast mest.

0
  0
  Karfa
  Karfan er tómTil baka í verslun
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó