Description
Feetures Merino Cushion mini crew sokkarnir eru þykkir milliháir sokkar.
Feetures Merino ullarblöndu sokkarnir frá Feetures er með frábæra hitastjórnun og færir svita og raka vel út og draga ekki í sig bleytu. Þeir eru hægri og vinstri sniðnir og styðja létt undir iljarnar og eru með læsingu í hæl (heel lock) svo þeir renna ekki undir ilina og krumast. Þeir lagast vel að fætinum og liggja þétt svo þeir nuddast ekki til að koma í veg fyrir að það myndist blöðrur. Þeir eru líka með saumlausa táhettu og hæl til að minnka núning og pirring.
Feetures eru mest seldu hlaupa og göngusokkarnir okkar enda eru þeir með 40% markaðshlutdeild í hlaupaverslunum í USA og frábær vara. Feetures eru frábærir í hlaup og göngur við allar aðstæður.
Feetures sokkarnir koma í mismunandi þykktum sem liggur bara undir tábergi og hæl og hæð, allt frá ökkla sokkum í hnéháa þrýstisokka.
Með Merino sokkana frá Feetures þá er best að taka þá í sömu stærð og í hlaupaskóm því þeir geta skroppið saman í þvotti og því betra að taka númeri stærra ef maður er við efrimörk. Við mælum með að þvo þá á 30° og hengja upp en ekki setja í þurrkara. Best er líka að þvo þá með SmellWell þvottaefninu okkar til að drepa bakteríur og losna við táfýlu.
Stærðatafla:
S: 34-37
M: 38-42
L: 42-46
XL: 47-51