Description
Lýsing
Brooks Ghost er mest verðlaunaði skór síðustu 14 ára í stærsta hlaupatímariti heims og Runner’s World og hafa alls 8 sinnum verið kosnir skór ársins. Þeir eru mjúkir, veita frábæra höggdempun og eru með hlutlausan stuðning. Þó skórnir séu hannaðir sem hlaupaskór henta þeir frábærlega í göngur, vinnu og til daglegrar notkunar.
Miðsólinn inniheldur FULL DNA Loft höggdempun sem er blanda af geli og höggdempandi EVA frauðefni sem er enn meira höggdempandi en áður. Þessi blanda veitir jafnari höggdempun óháð niðurstigi og þyngd. Hönnunin á miðsólanum er gerð til að færa álagið úr niðurstiginu út til hliðanna og minnkar þar með álag upp stoðkerfið og ver þvi hné, mjaðmir og bak einstaklega vel. Á Ghost 15 er nýr sóli sem rúllar enn betur inn í skrefið og er Ghost 15 enn léttari en eldri týpur Ghost.
Yfirbyggingin er úr svokölluðu ‘Engineered Mesh’ sem er ofið þéttar á þeim svæðum sem þurfa meiri styrk og stuðning en opnara á öðrum svæðum til að tryggja hámarks öndun. Yfirbyggingin er 3D prentuð og aðlagast fæti betur en áður og hælkappinn er stífur og stöðugur með mjúkri og þægilegri bólstrun sem veitir góðan stuðning í niðurstiginu, skórnir eru að sjálfsögðu með lausum innleggjum fyrir þá sem nota sérgerð innlegg. Yfirbyggingin er með Gore-tex hlíf sem gerir skóinn vatnsvarinn.
Það er ekki að ástæðulausu að Ghost er ár eftir ár mest seldi og mest verðalaunaði hlutlausi skórinn í hlaupabúðum, bæði í Evrópu og USA. Þetta er skór sem hentar bæði byrjendum og lengra komnum í hvaða vegalengd sem er. Frábær í hlaupin, göngu á hörðu undirlagi og frábær sem vinnuskór ef þú ert að standa eða ganga á hörðu gólfi.
Hæðarmismunur hæls og tábergs á Ghost 15 er 12 mm og hann vegur 281g í karlastærð 42,5 og 255g í kvennastærð 40. Áætluð ending er 800-1000km. Fer eftir undirlagi, skekkju í fótum, álagið í niðurstigi, þyngd og fleiri líkamlegum- og umhverfisþáttum.