fbpx
Um Okkur

FÆTUR TOGA

Hjá Fætur Toga starfar reynslumikið fagfólk sem hefur síðastliðin 10 ár tekið yfir 60.000 íslendinga í göngu- og hlaupagreiningu um allt land. Við vinnum náið með íþróttahreyfingunni og fagaðilum í heilbrigðisstétt. Einnig ferðumst við um landið með göngu- og hlaupagreiningar, kynningar og sölu á tengdum vörum.

Í verslunum okkar, sem eru staðsettar að Höfðabakka 3, 110 Reykjavík og á Heilsuhæð Kringlunnar sér fagfólk um göngugreiningar, fótskoðun, skóráðgjöf, skósölu og sölu fylgihluta. Einnig ráðleggur starfsfólk um hlaupafatnað, íþróttatoppa/brjóstahaldara og mælir með vörum fyrir fætur s.s. tábergspúða, upphækkanir, sérsmíðuð og stöðluð innlegg auk skóbreytinga. Við sérhæfum okkur í sölu á gæðavörum og leggjum metnað í góða þjónustu og sanngjörn verð.

Mikið úrval
AF GÆÐAVÖRUM

áhersla á gæði
og persónulega þjónustu

Leiðandi í
göngugreiningum

Framúrskarandi
Þjónusta

fJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI