fbpx
Innlegg tekin í notkun

Til hamingju með nýju sérgerðu innleggin þín
Byrjaðu á að fjarlægja innleggin sem fyrir eru í skónum og berðu þau saman við nýju sérgerðu innleggin þín, ef sérgerðu innleggin eru örlítið lengri en hin þá má strika eftir þeim og klippa framan af þeim með góðum skærum.

Innleggin tekin í notkun
Byrjaðu að nota innleggin eins mikið og þú þolir og auktu svo notkunina hægt og rólega. Það getur tekið smá tíma að aðlagast þeim en ef innleggin eru enn að valda einhverjum óþægindum eftir u.þ.b. 2 vikur skaltu koma með þau til okkar og við athugum hvort einhverra lagfæringa eða breytinga er þörf.

Endurkoma
Við bjóðum uppá endurkomu innan 4 mánaða eftir hverja göngugreiningu ef þörf er á.
Helstu ástæður eru til að skoða hvort breytingar hafi átt sér stað frá fyrri mælingu í tengslum við mislengd fótleggja eða mikill munur á hreyfingu/stöðu hægri og vinstri fótar. Ef þú finnur fyrir óþægindum eða erfiðleikum í aðlögun innleggja eftir nokkrar vikur eða mánuði skaltu panta tíma.

Mislengd fótleggja – Hækkun
Við ráðleggjum þeim sem fá hækkun vegna mislengdar að nota hækkun í alla skó. Það er innbyggð hækkun í sérgerðum innleggjum en í þá skó sem innleggin passa ekki svo sem inniskó eða spariskó skal nota hækkunar púða undir hæl.

Viðhald innleggja
Þegar innleggin eru notuð í skóm þar sem þú svitnar mikið er æskilegt að taka innleggin reglulega úr skónum og leyfa þeim að anda vel, sama skal gert ef þau blotna mikið. Alls ekki setja innleggin í þvottavél né þurrkara, ekki leggja þau í bleyti og ekki þurrka þau á ofni. Við mælum eindregið með að nota Smell Well lyktarpúðana sem fást í verslun okkar með innleggjunum en þeir draga í sig raka og bakteríur sem kemur í veg fyrir vonda lykt. Ef innleggin verða óhrein skal eingöngu þrifið af þeim með blautri tusku.

Ending og endurnýjun
Innleggin endast mislengi eftir í hvað þau eru notuð. Við notkun í íþróttum og miklu álagi mælum við með að endurnýja u.þ.b. árlega. Við venjulega daglega notkun mælum við með að endurnýja á árs til tveggja ára fresti. Gott er að eiga sér innlegg í íþróttanotkun og annað par í daglega notkun, þá endast bæði innleggin lengur. Börn í vexti þurfa að endurnýja á u.þ.b. 8-12 mánaða fresti eða þegar innleggin eru orðin of lítil.

20% afsláttur af innleggjum
Við veitum 20% afslátt af innleggjum þegar þú pantar aftur

15% afsláttur af skóm í verslun
Viðskiptavinir sem koma í göngugreiningu fá 15% afslátt af skóm eftir greininguna, þegar náð er í innleggin og þegar komið er í endurkomu. Við aðstoðum þig við að velja réttu skóna útfrá niðurstöðu göngugreiningar. Það er hægt að nota sérgerð innlegg í alla skó sem við seljum.

Hægt er að bóka tíma í göngugreiningu í síma 557-7100, senda póst á faeturtoga@faeturtoga.is. eða með því að smella hér

0
  0
  Karfa
  Karfan er tómTil baka í verslun
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó