fbpx
Hvað er skoðað í göngugreiningu

Verð í göngugreiningu
Göngugreining fyrir fullorðna (17 ára og eldri) kostar 8.990kr og kosta sérgerð innlegg 19.990kr og börn 16 ára og yngri er 6.990kr og 17.490kr . Við veitum 20% afslátt við pöntun á auka pari af innleggjum og einnig veitum við 50% afslátt af göngugreiningu og 20% af innleggjum þegar er pantað aftur innan tveggja ára. Gott er að athuga hjá þínu stéttarfélagi varðandi kostnað við göngugreiningu og/eða innlegg.

Hvað er skoðað í göngugreiningu
Í göngugreiningu er skoðað hvernig álag dreifist á fótinn í skrefinu, hvort skekkjur séu í hælum, ökklum eða hnjám og mælt hvort mislengd sé á ganglimum bæði frá mjöðmum og hnjám. Einnig er athugað hvernig viðkomandi beitir sér við göngu og hlaup ef það á við.

Aldur í greiningu
Það er enginn of gamall til að koma í göngugreiningu, við tökum á móti fólki á öllum aldri.

Á eftirfarandi við þig? Þá ættir þú að koma í göngugreiningu

  • Verkir í baki, mjöðmum, hnjám, ökklum, hælum, tábergi eða leggjum. Sérstaklega ef verkirnir eru einungis öðru megin.
  • Mislengd ganglima (annar fóturinn lengri en hinn).
  • Sýnilegar skekkjur í hælum, ökklum og/eða hnjám.
  • Flatur fótur (plattfótur, fallinn iljarbogi) eða hár iljarbogi þar sem stigið er einungis í hæl og táberg.
  • Tábergssig og/eða þreyta, doði, hiti, kuldi, stingandi tilfinning í tábergi og/eða tám.
  • Bólgur og eymsli undir iljum og/eða hælum (plantar fasciitis, hælspori) og beinhimnubólga eða hásinabólga.
  • Fá bestu ráðleggingu sem völ er á við val á hlaupaskóm.
  • Mikið álag í íþróttum. Sérstaklega ef um endurtekin meiðsli er að ræða.
  • Mikil staða og ganga á hörðu undirlagi í vinnu.
  • Aflaganir á fæti eða óeðlilegur vöxtur beina.

Innlegg
Í kjölfar göngugreiningu getum við útbúið sérgerð innlegg. Við notumst bæði við sérgerð innlegg og mótuð innlegg sem eru nettari, þau eru hituð og mótuð undir fótinn. Við ráðleggjum hvað hentar viðkomandi í daglega notkun, vinnu og íþróttir. Ef mæld er mislengd á fótleggjum og ákveðið er að hækka er hækkunin innbyggð í innleggin og notast er við hækkunarpúða í þá skó sem innleggin eru ekki notuð. Almennur afgreiðslutími sérgerðra innleggja eru 7-14 virkir dagar, getur verið lengur á háannatímum. Innlegg sem eru hituð og mótuð eru afgreidd samstundis.

Skóbúnaður og ráðleggingar
Ráðleggjum hvað skal hafa í huga við val á skóm. Mælum með stuðningsvörum (stuðnings- og/eða hitahlífum eða spelkum) ef þarf. Mælum með æfingum eða teygjum ef það á við og getum bent á hvort aðrir meðferðaraðilar gætu hjálpað svo sem sjúkraþjálfari, nuddari, kírópraktor eða læknir.

Búnaður í göngugreiningar
Við notum framúrskarandi búnað frá RSscan. Nýja V9 3D hátæknilega þrýstiplötu, hlaupabretti, upptökubúnað og sérhannaðan tölvuhugbúnað. Einnig notum við sérgerð hallamál til mælingar á mislengd ganglima frá mjöðmum og hnjám.

Tími í göngugreingu
20-30 mínútur.

Endurkoma
Allir sem koma í göngugreiningu eiga kost á að koma í endurkomu innan 6 mánaða. Í endurkomu er skoðað hvort breytingar hafi átt sér stað. Ef notast var við innlegg eru þau skoðuð og þeim breytt sé þess þörf. Þeir sem mælast með mislengd ganglima ættu að koma eftir u.þ.b. 3 mánuði og önnur mæling er tekin til að staðfesta fyrri mælingu eða hvort breytinga sé þörf. Verð á endurkomu er 1.490kr.

Tími í endurkomu
10-30 mínútur.

15% afsláttur af skóm í verslun
Viðskiptavinir sem koma í göngugreiningu fá 15% afslátt af skóm eftir greiningu. Við aðstoðum þér að velja réttu skóna útfrá niðurstöðu göngugreiningar. Það er hægt að nota sérgerð innlegg í alla skó sem við seljum.

Ný byltingarkennd innlegg
Innleggin okkar eru hönnuð í samvinnu við virt stoðtækjafyrirtæki frá Þýskalandi. Innleggin eru ótrúlega mjúk og þægileg en þau eru framleidd úr mjög höggdempandi efni og veita góðan stuðning undir iljarboga og táberg ásamt styrkingum og hækkunum samkvæmt göngugreiningu. Innleggin eru sérgerð fyrir hvern einstakling. Þau passa í flesta skó sem gefa gott pláss og hægt er að fjarlægja upprunalegu innleggin. Við erum með fullbúið verkstæði á staðnum (Höfðabakki 3) og þurfum þar af leiðandi ekki að senda innleggin frá okkur í lagfæringar eða breytingar. Einnig bjóðum við upp á nettari innlegg frá finnska stoðtækjafyrirtækinu Footbalance Medical. Þau eru hituð og mótuð undir fótinn og taka lítið pláss í skóm.

Hægt er að bóka tíma með því að senda póst á gongugreining@gongugreining.is, á http://www.gongugreining.is eða með því að smella hér

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun