fbpx
Hlaupagreining

Hlaupagreining eða hlaupastílsgreining, snýst um að finna veikasta hlekk hlauparans og finna leiðir til úrbóta. Það getur komið í veg fyrir meiðsli, aukið árangur og aukið vellíðan á hlaupum.

Þú mætir í hlaupagallanum og hleypur alls um 15 mínútur á hlaupabretti.
Eftir viðtal um hlaupaferilinn eru myndbönd skoðuð með þér og athugað hvort eitthvað í hlaupahreyfingunni gefi til kynna misræmi í styrk milli hægri og vinstri hliðar, hvort helstu vöðva vanti styrk eða séu virkir, hvort eitthvað hamli frjálsri eðlilegri hreyfingu og hvernig líkamsstaða og beiting er við hlaupin.
Farið er yfir hvernig bæta má úr lykil þáttum ef þarf, svo sem með styrktaræfingum, tækniæfingum, göngugreiningu, “réttum” skóbúnaði, fara í sjúkraþjálfun ofl.

Þú færð tölvupóst með minnispunktum um niðurstöðurnar.
Greiningin tekur um klukkustund og kostar kr. 18.990,- 

0
  0
  Karfa
  Karfan er tómTil baka í verslun
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó
    Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó