fbpx
Göngugreining barna

Hvað er skoðað í göngugreiningu barna
Skoðað hvernig álag dreyfist á fótinn í skrefinu, hvort skekkjur séu í hælum, ökklum eða hnjám og athugað með hreyfanleika liða.

Aldur í greiningu
Almennt er miðað við að börn séu orðin þriggja ára, hætt með bleyju og farin að hlaupa um. Fyrr ef um mikil einkenni er að ræða.

Börn sem ættu að koma í göngugreiningu:

  • Verkir í hælum, iljum, ökklum, leggjum og hnjám.
  • Sýnilegar skekkjur í hælum, ökklum eða hnjám.
  • Börn sem færa sig upp á tærnar í göngu.
  • Verkir (vaxtarverkir) eða fótapirringur á kvöldin og/eða næturnar.
  • Löt við gang og kvarta undan þreytu við lítið álag (vilja láta halda á sér).
  • Aflaganir á fæti eða óeðlilegur vöxtur beina.

Innlegg
Í kjölfar göngugreiningar getum við útbúið sérgerð innlegg ef það á við og höfum við mjög góða reynslu af þeim, bæði fyrir daglega notkun og fyrir íþróttaiðkun. Einnig erum við með sandala sérstaklega hannaða fyrir sérgerð innlegg. Almennur afgreiðslutími sérgerðra innleggja eru 5-10 virkir dagar, getur verið lengur á háannatímum.

Skóbúnaður og ráðleggingar
Ráðleggjum með hvað skal hafa í huga við val á skóm. Mælum með æfingum eða teygjum ef það á við og getum bent á hvort aðrir meðferðaraðilar gætu hjálpað svo sem sjúkraþjálfari, nuddari, kírópraktor eða læknir.

Búnaður í göngugreiningar
Við notum framúrskarandi búnað frá RSscan. Nýja V9 3D hátæknilega þrýstiplötu, hlaupabretti, upptökubúnað og sérhannaðan tölvuhugbúnað. Einnig notum við sérgerð hallamál til mælingar á mislengd ganglima frá mjöðmum og hnjám ef það á við.

Tími í göngugreingu
20-30 mínútur.

Endurkoma
Allir sem koma í göngugreiningu eiga kost á að koma í endurkomu innan 6 mánaða endurgjaldslaust. Í endurkomu er skoðað hvort breytingar hafi átt sér stað. Ef notast var við innlegg eru þau skoðuð og þeim breytt sé þess þörf. Verð á endurkomu er 1.490kr.

Tími í endurkomu
10-30 mínútur.

Verð í göngugreiningu
Göngugreining barna (16 ára og yngri) kostar 5.990kr og kosta sérgerð barna innlegg 15.990kr. Við veitum 20% afslátt við pöntun á auka pari af innleggjum og einnig veitum við 50% afslátt af göngugreiningu og 20% af innleggjum þegar er pantað aftur innan tveggja ára. Gott er að athuga hjá þínu stéttarfélagi varðandi kostnað við göngugreiningu og/eða innlegg.

Ný byltingarkennd innlegg
Innleggin okkar eru hönnuð í samvinnu við virt stoðtækjafyrirtæki frá Þýskalandi. Innleggin eru framleidd úr höggdempandi efni með góðum stuðningi undir iljarboga og táberg. Innleggin eru sérgerð fyrir hvern einstakling. Þessi nýju innlegg eru nettari en flest sérgerð innlegg á markaðnum og taka því minna pláss og passa í flesta skó þar sem hægt er að taka upprunalegu innleggin úr. Við erum með fullbúið verkstæði á staðnum (Bæjarlind 4) og þurfum þar af leiðandi ekki að senda innleggin frá okkur í lagfæringar eða breytingar.

Hægt er að bóka tíma í göngugreiningu í síma 55 77 100 eða með því að smella hér.