fbpx

YourBoots Model Ultimate Endurheimt

Birgðastaða: Ekki til á lager
SKU: yourbootsmu1
  • Stjórnborð og skálmar
  • Aðstoðar við endurheimt
  • Hjálpa við sogæðabólgur, fótapirring og bráðabólgur
  • Skálmarnar eru með 8 hólfum
  • Með 6 meðferðarstillingum

179.990 kr.

14 daga
skilaréttur

Frí sending í póstbox/pósthús
á pöntunum yfir 15000kr.

Vörunúmer: yourbootsmu1 Flokkur:

Lýsing

YourBoots er Danskt fyrirtæki og framleiðandi af endurheimtar skálmum sem bera sama nafn. Yourboots er hannað meðal annars til að ýta undir endurheimt íþróttamanna, hjálpa með sogæðabólgur, fótapirring og bráðabólgur í neðri útlimum eftir áverka.

Model Ultimate er með 8 hólfa skálmum með bylgjuflæði (Dynamic Flow). Tækið býður upp á 6 mismunandi meðferðarstillingar. Að auki er hægt er að stjórna því í hvaða hólf lofti er veitt í meðan á meðferð stendur.YourBoots taska fylgir.

Meðferðarstillingar:

  • Stilling A: (Nudd) Þrýstingur frá fæti og í átt að hjarta, eitt hólf í einu.
  • Stilling B: (Sogæðameðferð) þrýstingur frá fæti í átt að hjarta. Þrýstingi er haldið þar til öll hólf eru fyllt.
  • Stilling C: (Tvöfalt nudd) þrýstingur frá fæti í átt að hjarta. Tvö hólf fyllast samtímis.
  • Stilling D: (Fullur þrýstingur) Fullur þrýstingur í öll hólf samtímis og aflétt á sama tíma.
  • Stilling E: (Samblöndun stillinga B og C)
  • Stilling F: (Samblöndun stillinga A, C og D)

Stærð á skálmum sem í boði eru:

Standard skálmar: Lengd frá hæl er 86 cm og passar vanalega fyrir einstaklinga milli 160 og 185 cm á hæð.

Long skálmar: Lendg frá hæl er 93 cm og passar vanalega fyrir einstaklinga sem eru á bilinu 175 og 185 cm á hæð.

XL skálmar: Lengd frá hæl er 100 cm. Passar vanalega fyrir einstaklinga yfir 185 cm á hæð og/eða með þykkari læri.

Tæknilegar upplýsingar:

Stærð tækis: 300x237x126 mm.

Inntaksspenna: 220V/50Hz.

Orkuhotkun: 65W.

Meðferðarlengd: 1-90 mínútur.

Þrýstingur: 20-240 mmHg.

Skjár: Led skjár.

Ráðleggingar varðandi notkun:

Notað á bert hold eða í gegnum þunnan fatnað.

Meðferðartími er einstaklingsbundinn. Það getur líka verið dagamunur á því hversu mikinn þrýsting og tímalengd líkaminn þarf.

Almenna reglan er að sú að því hærri þrýstingi sem er beitt, því styttri er tíminn sem notandi þolir. Eftirfarandi ráðleggingar eru eingöngu leiðbeinandi og hver sem er getur sett saman sína eigin meðferðaráætlun.

Notkun:

Tímalengd: 30 – 90 mín. 1-2 sinnum á dag.

Þrýstingur: 150 – 240 mmHg.

Til þess að ná sem mestum áhrifum er hægt að byrja á 30 mínútum á stillingu B (eitilfrárennsli) og taka í kjölfarið 20 – 30 mínútur á stillingu A (nudd) eða 20 – 30 mínútur á stillingu D (full vöðvaslakandi) Það geta komið dagar þar sem notkunarþörfin er meiri.

Þegar einstaklingur hefur æfingar á ný eftir meiðsli ætti að lækka þrýstinginn miðað við það sem notað er venjulega. Hægt er t.d. að byrja á stillingu B við lágan þrýsting (30-150 mmHg) og örvað frásog og blóðrásina sem líkaminn notar til viðgerðar. Eftir 5 – 10 mínútur er hægt að aftengja hólfið/hólfin sem þrýsta á meiðslasvæðið og ljúka meðferðartímanum á þeim hlutum fótleggjanna sem ekki eru skaðaðir. Skynsamlegt getur verið að ráðfæra stig við sjúkraþjálfara.

Sennilegt er að einstaklingar finni fyrir þorsta og slökun eftir notkun tækisins. Það er fullkomlega eðlilegt.

Frekari upplýsingar

Stærð

100, 86cm, 93cm

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó