Lýsing
Running Vest / Cross Belt fyrir börn er létt og stillanlegt endurskinsvesti sem eykur sýnileika og öryggi í myrkri. Það er sérstaklega hannað fyrir börn sem eru að ganga, hlaupa eða hjóla í skammdeginu.
Þetta er frábær lausn fyrir foreldra sem vilja tryggja öryggi barna sinna í myrkri, hvort sem þau eru á leið í skólann eða í útivist.