Lýsing
Pjur Active 2skin er ótrúlega vandað og margverðlaunað efni framleitt í Þýskalandi. 2skin býr til varnarhúð til að minnka nudd og núning og koma þar með í veg fyrir blöðrur og nuddsár. Virknin endist ótrúlega lengi og má bera endurtekið á svæði til að auka vörnina.
- Vatns- og svitaþolið
- Stíflar ekki húðina eins og vaselín eða önnur vax efni
- Má bera á hvaða svæði sem er á líkamanum
- Virkar í nánast hvaða hitastigi sem er
- Blettar ekki fatnað og má nota með blautbúningum
- Inniheldur argan olíu ásamt b5 og E vítamínum.