Lýsing
McDavid Bio-Logix 4197 er öflugasta ökklaspelkan sem er í boði hjá okkur. Hún er sérstaklega hönnuð fyrir hægri eða vinstri ökkla og veitir mjög öflugan stuðning.
Að innan í spelkunni er memory foam sem gerir stuðninginn mikið þægilegri og hjálpar henni að aðlagast að ökklanum. Að utan eru svo blanda af TPU skel og ströppum sem veita megnið af stuðningnum. Spelkan er opnuð alveg að aftan og farið í hana svoleiðis svo hún er ekki reimuð eða sokkur.
Ein spelka í pakka sem passar á hægri fót, finna má spelku fyrir vinstri fót í tengdar vörur.
Ekki setja í þvottavél, eingöngu handþvottur.
Stærð eftir ummáli rétt fyrir ofan ökklakúlu. Mælið þegar staðið er í fótinn.
- XS/S: 19-21,6 cm
- M/L: 21,6-24,1 cm
- XL/XXL: 24,1-27,9 cm