Lýsing
Tábergspúðar á teygju fyrir þá sem eru viðkvæmir í tábergi þegar gengið er um berfætt eða í sokkum. Þessa púða er einnig hægt að nota í opnum og lokuðum skóm en frekar er mælt með að líma í þá skó þar til gerða tábergspúða á réttan stað í lokuðum skónum svo hann sé ekki á ferðinni í skónum eða þrengi of mikið að tánum.
Táberspúðana á að staðsetja rétt fyrir aftan tábergið til þess að létta á tábergsliðunum og dreifa þannig álagi og þunga meira á miðfótinn.
Þeir koma í einni stærð sem passar fyrir flestar fætur.
Best að þrífa með volgu vatni og mildri sápu og leggja á handklæði eða á snúru til þerris.