Lýsing
Hiking Socks sokkarnir frá Compressport eru frábærir í fjallgönguna. Þeir tempra í báðar áttir og anda mjög vel. Sokkarnir eru með svæðisbundna dempun undir tá og hæl. Sokkarnir eru með upphleyptum punktum sem eru notaðir til þess að minnka núning og sporna þannig við hælsæris- og blöðrumyndun.