Lýsing
Orkuhlaupbitarnir frá GU eru sniðugir til tilbreytingar frá gelunum. Margir kjósa að fá sér hlaupbitana á móti orkugelum. Bitarnir innihalda bæði einföld og flókin kolvetni, steinefni, sölt og aminósýrur. Söltin minnka líkur á krömpum og amínósýrurnar minnka líkur á vöðvaniðurbroti. Í einum poka eru 16 bitar, en einn ráðlagður skammtur er 8 bitar og eru því 2 skammtar í pokanum. Í einum skammti eru 90 kaloríur. Bitarnir fást í 2 bragðtegundum; appelsínu- og sítrónubragði.