Description
Brooks Divide 5 hentar frábærlega á hvaða slitlagi sem er. Þessi “hybrid” skór er hannaður með það í huga að þú getir bæði notað hann utanvegar en einnig á malbikinu. Hann hefur gott grip hvort sem þú ert á malbiki eða úti í náttúrunni.
Í Brooks Divide 5 koma saman eiginleikar frá bæði utanvegaskóm og hlaupaskóm Brooks og úr verður þessi skemmtilega blanda.Yfirbygging og form skósins er byggt á hönnun á Brooks hlaupaskónum og sólinn er grófur og með gott grip eins og aðrir utanvegaskór Brooks.
DNA Loft dempunin gerir skóinn léttan, mjúkan og stöðugan. Sólinn hefur mjög gott grip hvort sem er á blautu eða þurru undirlagi. Sólinn á Divide þolir betur notkun á malbiki en aðrir utanvegaskór frá Brooks.
Brooks Divide 5 gefur þér þá mýkt og stöðugleika sem þarf til hlaupa á malbiki, en veitir þér einnig það grip sem þarf til á lausu slitlagi.