Lýsing
Lýsing
Brooks Cascadia eru vinsælustu utanvegaskórnir hjá Brooks. Cascadia hentar vel bæði í göngur og utanvegahlaup. Grófur sóli gefur gott grip. Cascadia er sá skór frá Brooks sem hentar best fyrir brattar brekkur.
Cascadia hafa reynst frábærlega í íslenskri náttúru. Þeir eru stöðugir og veita góða höggdempun. Þeir eru til dæmis frábærir á Laugarveginn og í önnur ultra maraþon
Cascadia 17 er með sérhannaða jafnvægisplötu í miðsóla sem hannað er eftir klaufum fjallageitar. Vegna þessa er nú enn betra grip undir tábergi á hvaða undirlagi sem er.
Sólinn á Cascadia 17 er enn stamari en á fyrri týpum Cascadia. Það gerir það að verkum að þegar mynstrið á sólanum eyðist við notkun er skórinn enn stamur þó að gripið sé minna.
Cascadia 17 er með 3D print stuðning í yfirbyggingu sem veitir betri öndun, hleypir vatni auðveldlega frá sér og þornar því fyrr.
Í uppfærðri úgáfu Cascadia er notað meira af endurunnu efni sem jafngildir 10 plastflöskum.
Yfirbyggingin er úr slitsterku þéttu efni sem minnkar hætta á að sandur og litlir steinar komist inn í skóinn. Yfirbyggingin andar vel og er mjúk og þægileg. Hælkappinn er stöðugur og með mjúka og góða bólstrun að innan ásamt því að aftan á hælnum og á ristarsvæðinu eru festingar til að festa grjóthlífar. Vasi á tungunni til að stinga reimunum í.
Herra cascadia vegur 311,8g. Hæðarmismunur er 8mm. Áætluð ending er 800-1200km. Fer eftir þyngd, skekkjum í fótum, álagi í niðurstigi, undirlagi og því veðri sem skórinn er notaður í o.fl.