Lýsing
Brooks Zeal Walker er frábær göngu- og hversdagsskór. Í Zeal Walker er góð mýkt og dempun og er hann því tilvalinn fyrir þá sem eru mikið á fótunum í vinnunni.
Þessi týpa er hönnuð til að veita þann stuðning, dempun og þægindi til þess að þú getir verið á fótunum allan daginn.
Í miðsóla er DNA loftdempun sem gerir skóinn stöðugan og mjúkan. Skórinn rúllar vel frá hæl að tá.
Yfirbygging skósins er úr sterku leðri og styrkt táhetta gerir skóinn enn sterkari og endingarbetri.
Hæðarmismunur milli hæls og tábergs er 12mm.
Þyngd 289 kvk / 340 kk