Lýsing
Brooks Dare Crossback toppurinn er mjög einfaldur og þægilegur, en maður tekur hann yfir höfuðið og smeygir sér í hann. Hann er laserskorinn og saumalaus til að minnka líkur á nuddi og núningi. Hann er með innbyggðar aðskildar skálar upp á að passa betur og hylja geirvötur að þær sjáist ekki gegnum efnið. Hann er úr DriLayer ®HorsePower sem færir svitann vel út og dregur ekki í sig og er með götum milli brjósta og bakstreng til að auka öndun. Hann er með breiðum og góðum hlýrum og þrýstir ekki á axlirnar heldur liggur þunginn á brjóstbakinu.
Þessi toppur kemur í stærðum ummál: 30-40 (65-90 EU) og skálar: A/B, C/D, og DD/E.
Brooks hafa í mörg á verið að mastera það að gera hinn besta hlaupatopp. Topparnir þeirra hafa undirgengst marga klukkatíma prófanir og hafa verið vísindi, sviti og tár unnið að því.
Brooks vinnur í nánu samstarfi við Research Group in Brest Health í háskólanum í Portsmouth við að rannsaka hreyfingu brjósta við hlaup upp á að hanna hinn fullkomna hlaupa top. Þeirra markmið er að láta konur finna fyrir fullkomnun stuðningi og þægindum við hlaup og aðra hreyfingu.
Til þess að láta þessi markmið verða að raunveruleika vinnur Brooks og rannsóknarhópurinn í háskólanum í Portsmouth mikið með konum í öllum stærðum og gerðum til þess að prófa fyrir sig toppana allt upp í skálastærð E, en ekki bara í B skál sem er staðlað hjá flstum framleiðundum.
Brooks eru ekki bara að reyna gera góðan hlaupatopp heldur besta hlaupatopinn sem markaðurinn hefur upp á að bjóða. Þeir eru upphafið af framtíðinni með hlaupatoppa.
„OUR BRAS ARE DESINGED TO HOLD YOU IN, NOT HOLD YOU BACK“
Dare hlaupatoppar eru hannaðir til að mæta miklum álagi frá brjóstum við hlaup. Þessi lína endurspeglar bæði nýjustu vísindi á sviði brjóstaheilsu sem og innsýn frá þúsundum kvennhlaupara. Þetta er fyrsti toppurinn sem þeir segja vera Run-Ready Support (Stuðningur tilbúinn fyrir hlaup). Brooks leggur mikið í toppana sína og leggja áhærslur á að minnka nudd og núning og gera það með því að laser skera efnið og fela strenginn undir brjóstin svo það séu ekki auka saumar sem geta nuddað.
Mögulega mikilvægasti hlutinn af þeirra framleiðslu á toppum er úrvalið. Þeir framleiða margar mismunandi gerðir af toppum og margar mismunandi stærðir í ummáli og skálastærð fyrir allar konur hvort sem það eru stór eða lítil brjóst og að það veiti hámarks stuðning og þægindi fyrir hvern og einn.