Lýsing
Brooks Canopy hlaupajakkinn er vatnsfráhrindandi og vindheldur jakki.
Hann er saman pakkanlegur í vasa sem er inná bakin og auðvelt að hengja utan á sig. Það eru tveir renndir vasar á hliðunum sem hægt er að geyma smámuni í og í einum vasanum er innrivasi sem er góður fyrir t.d lykil eða litla hluti. Einnig er lítill brjóstvasi sem hægt er að geyma síma í. Hetta er á jakkanum sem hægt er að festa niður þá er hún ekki fyrir.
Góð öndun er í jakkanum þrátt fyrir að hann sé vatsfráhrindandi og hann færi svita og raka vel út og er ekki að draga í sig bleytu og lykt. Hann er mjög léttur og hentar vel í hlaup, göngur eða jafnvel golfið.