11jún

Hlaupaþjálfun hjá Hlyni Andréssyni

Hlynur Andrésson er einn fremsti hlaupari íslendinga, í gegnum árin hefur hann náð frábærum árangri í hlaupum, en hann á 9 mörg íslandsmet í hlaupum. Hlynur er 26 ára gamall Vestmannaeyingur sem býr í Hollandi og æfir þar með það markmið verða einn af bestu hlaupurum Evrópu.

Fyrsta skiptið sem ég prófaði hlaup var þegar ég var skiptinemi hjá AFS í Bandaríkjunum og langaði mér að komast í gott form fyrir komandi körfuboltatímabil. Ég hélt að það að æfa hlaup væri mjög auðvelt og að ég myndi vinna án þess að þurfa leggja mikið á mig eins og ég hafði áður gert í leikfimistímum og útihlaupum fyrir körfuboltann á Íslandi. Það kom í ljós að ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að koma mér út í þegar ég sat uppi með harðsperrur í heila viku eftir fyrstu æfinguna. Það leið samt ekki langur tími þar til að ég byrjaði hinsvegar að sigra keppnir og eftir það var ég gjörsamlega ástfanginn af íþróttinni.

Með hlaupum hafði ég fundið íþrótt sem ég gaf mér mikla lífsfyllingu. Ég sló öll skólametin í hlaupavegalengdum það árið og vann mér inn háskólastyrk til áframhaldandi náms í Bandaríkjunum. Á mínum árum í Eastern Michigan University setti ég fjölmörg Íslandsmet, vann allnokkra svæðismeistaratitla og komst tvisvar á Bandarískaháskólameistaramótið í frjálsum (NCAA championships). Samhliða hlaupunum kláraði ég B.S. og M.S. nám í líffræði en ákvað að hella mér í hlaupinn af fullum krafti og setja atvinnuferilinn til hliðar þangað til að ég væri búinn að finna út hversu langt ég gæti komist í hlaupum. Í dag bý ég og æfi alla daga í Hollandi með mínum æfingahópi þar og geri allt sem ég get til þess keppa á hæsta stigi. Ég hef sett níu íslandsmet sem standa enn, unnið Smáþjóðleikatitla, unnið tvenn silfurverðlaun á Norðurlandameistaramóti, keppt fjórum sinnum fyrir Íslandshönd á Evrópumeistaramóti og unnið 21,1km í Reykjavikurmaraþoninu fjórum sinnum. Einnig er ég fyrstur Íslendinga til þess að hlaupa 5km undir 14 mínútum, 3km undir 8 mínútum og 10km götuhlaup undir hálftíma. Hér eru mínir bestu árangrar í hlaupum:

1500m – 3:45.97
Míla – 4:03.61
3km – 7:59.11
5km – 13:57.89
10km – 29:20.92
3km hindrunarhlaup – 8:44.11

Ég hleyp alltaf í skóm frá Fætur Toga og hef verið í samstarfi við þau síðan 2018. Ég nota aðallega Brooks Launch 7 í tempóæfingar og aðrar hraðari hlaupaæfingar en hleyp rólegri hlaupatúra í Brooks Glycerin 17. Ég setti Íslandsmet í 10km götuhlaupi í Brooks Hyperion sem fást bara hjá Fætur Toga og hef alltaf notað klæðnaðinn sem þau taka inn frá Brooks. Ég hef haldist meiðslalaus allan minn feril (7, 9, 13) og ég tel að það hefur mikið að gera með skóna frá Brooks. Ég hef prófað aðrar tegundir af hlaupaskóm á mínum ferli en ekkert sem ég hef prófað hefur reynst mér jafn vel og skótýpurnar frá Brooks. Ég nota einnig mikið Oofos inniskóna sem Fætur Toga selja til þess að hvíla þreyttar fætur á milli æfinga og mæli eindregið með þeim fyrir fólk sem stendur mikið.

 

hlynur-hlaup

Það gleður mig mikið að sjá hlaupamenninguna á Íslandi vera að eflast ár eftir ár og að fleiri kjósa að byrja að stunda hlaup til að bæta líf sitt og halda sér í líkamlegu góðu ástandi, fólk á öllum stigum og getu. Þessi íþrótt hefur spilað stórt hlutverk í mínu lífi síðan ég var 18 ára að aldri. Ég hef getað klárað bæði grunnnám og meistaranám með skólastyrk í Bandaríkjunum, hef ferðast til 23ja landa og 26 fylkja í Bandaríkjunum, hef sett 9 íslandsmet á síðustu árum og vonandi fleiri á leiðinni. Allt þetta hef ég fengið að upplifa í gegnum hlaupin og að því sögðu finnst mér tímabært að gefa til baka, miðla af reynslu minni og hjálpa öðrum að finna fyrir ánægjunni sem fylgir því að bæta sig sem hlaupara.

Nú ætla ég að bjóða upp á hlaupaþjálfun og gefa þannig til baka eitthvað af íþróttinni sem hefur gefið mér svo mikið í gegnum tíðina. Hlaupaþjálfun snýst að miklu leiti um æfingafræði og lífeðlisfræðilega þætti en þar liggja mínir styrkleikar eftir farsælan feril og nám. Með kunnáttu minni vil ég miðla af reynslu minni til annarra hlaupara sem vilja ná árangri og verða betri hlauparar.

Ef þú hefur áhuga á að skrá þig í hlaupaþjálfun hjá Hlyni getur þú sent honum tölvupóst í netfangið hlynurand12@gmail.com

113 Shares