fbpx
Að velja hlaupaskó
f02260718-gC3B6ngugrein-02.width-800

Mikilvægt er að þú finnir réttu hlaupaskóna fyrir þig.

Við mælum með að fara í göngugreiningu til þess að fá sem nákvæmustu mælinguna og skoðun af fagaðila til að meta nákvæmlega hvaða skór hentar þínum fótum og æfingu. Þú getur bókað tíma í göngugreiningu hér.

Hlaupaskór flokkast í stórum dráttum í tvo flokka, höggdempandi og fjaðrandi.

Fjaðrandi skór eru þeir sem ýta þér áfram og henta vel fyrir létta, vana hlaupara. Einnig eru fjaðrandi skór notaðir fyrir stutta og hraða spretti/hlaup. Þessir skór eru oft notaðir sem keppnisskór hjá keppnishlaupurum. Því þarf að gæta þess að þegar afrekshlaupari talar um í hvaða skóm hann keppir í þá eru það yfirleitt ekki sömu skór og viðkomandi æfir lang mest í. Afrekshlaupari notar yfirleitt mest höggdempandi skó við æfingar. Dæmi um fjaðrandi skó frá Brooks eru t.d Levitate, Ricochet og Launch. Hönnun miðsólans og undirsólans er að gefa þér orkuna úr niðurstiginu fljótt aftur í skrefið til að veita þér aukinn kraft í frásparkið.

Höggdempandi skór eru hinsvegar þeir skór sem eru mest notaðir og hlauparar ættu að hlaupa flesta kílómetra á. Þeirra hlutverk er að minnka höggið sem kemur upp fótinn og minnkar þar af leiðandi verki sem geta komið í fótum eins og í hné og beinhimnubólgu. Höggdempandi skór fara mun betur með fótinn en fjaðrandi skór. Hafa þarf í huga að höggdempun er ekki sama og skór sem eru mjúkir að stíga í. Það eru til skór sem eru mjúkir að stíga í en hafa ekki þennan eiginleika eyða högginu, þetta eru oftast tísku strigaskór. Dæmi um höggdempandi skó frá Brooks eru Ghost og Glycerin. Efni og hönnun miðsólans með ‘IDEAL Pressure Zones’ tækninni dreifir högginu úr niðurstiginu út til hliðanna og því í burtu frá fætinum og líkamanum sem minnkar þar af leiðandi álag upp stoðkerfið.

Hlutlausa eða styrkta skó?

Bæði fjaðrandi og höggdempandi skór koma með hlutlausa styrkingu og innanfótarstyrkingu. Ef valinn er rangur stuðningur við fót getur það valdið verkjum í hnjám og fótum. Allir innanfótastyrktir skór frá Brooks sem komu á markaðinn í vor 2019 eru með nýja gerð af styrkingu sem kallast Guiderails. Stuðningurinn er ólíkur öllu öðru á markaðnum. Hann var hannaður fyrst og fremst með hné í huga og hvernig hnjáliðirnir hreyfast miðað við fótinn. Stuðningurinn á að leiðrétta skekkju í fætinum sem leiðir upp í hné – minnka verki í hnjám sem koma útaf röngu ástigi út frá ökklum sem síga inn og niður. Dæmi um skó frá Brooks með slíkri innanfótastyrkingu eru Bedlam, Ravenna og Transcend.

Einnig eru til sérhæfðir skór sem henta fyrir ákveðið undirlag og hlaup eins og til dæmis utanvegaskór og spretthlaups gaddaskór. Sólinn á þessum skóm gerir það að verkum að þeir henta betur fyrir þessi hlaup.

Í töflunni hér að neðan erum við búin að stilla upp helstu skónum okkar og bera þá saman.

Til þess að ganga úr skugga um hvernig skór henta best þínum fótum er öruggast að fara í göngugreiningu. Hjá Eins og Fætur Toga er skoðað hvernig álag dreifist á fótinn í skrefinu, hvort skekkjur séu í hælum, ökklum eða hnjám og mælt hvort mislengd sé á ganglimum bæði frá mjöðmum og hnjám. Einnig er athugað hvernig viðkomandi beitir sér við göngu og hlaup ef það á við.

Hægt er að versla allar ofangreindar Brooks týpur hjá Eins og Fætur Toga. Brooks skór hafa fengið flest verðlaun hjá Runners World (lang stærsti óháði aðilinn sem metur hlaupaskó og annan hlaupabúnað). Undanfarin 10 ár hafa allir helstu skór Brooks hafa fengið verðlaun hjá RW. Brooks hlaupaskór eru á betra verði en á hinum norðurlöndunum og Brooks er á mun betra verði á Íslandi en allir helstu keppinautarnir. Nýleg könnun sýnir að 30% Íslendinga notuðu Brooks hlaupaskó í Reykjavíkurmaraþoni 2018. Til að mynda hlaupa Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson og Ólympíumeistari ungmenna Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í skóm frá Brooks ásamt fleira afreksíþróttafólki.

Þegar metið er hvort hlutlaus eða innanfótarstyrktur skór henti betur er best að leita til sérfræðings í vali á hlaupaskóm. Ýmsar aðferðir hafa verið notaðar til að skoða þetta upp á eigin spýtur en það gefur oftar en ekki villandi og ófullnægjandi upplýsingar, svo sem ‚dagblaðsprófið‘ gamla þar sem fæturnir eru bleyttir og stigið er á dagblað til að skoða hvort iljarboginn sé hár eða lár, þetta er einungis einn hluti af mörgum sem þarf að skoða þegar metið er stöðu fótanna. Einnig er oft skoðað hvernig notaðir hlaupaskór slitna undir sólanum en það getur verið mjög misleiðandi því slit fer eftir hvernig stuðningur er í þeim skóm, á hvernig undirlagi er hlaupið, er skórinn eingöngu notaður í hlaup eða einnig aðrar æfingar og hreyfingu o.fl.

Hjá Eins og Fætur Toga sér ávallt fagfólk um aðstoð við val á hlaupaskóm og bjóðum við upp á bæði göngu- og hlaupagreiningu ásamt fótskoðun, einnig er hægt að velja skó út frá gefinni reynslu af hlaupaskóm og starfsfólk okkar hefur þekkingu á lang flestum gerðum af gæða hlaupaskóm, því er gott að koma með gömlu skóna eða að minnsta kosti vita hvaða framleiðandi og gerð þeir eru. Í verslun okkar er hlaupabretti til að prófa skóna, bæði svo starfsmaður geti horft á viðkomandi í skónum og fyrir viðskiptavin að finna hvernig er að hlaupa í þeim.

Eins og áður kom fram bjóðum við upp á bæði göngu- og hlaupagreiningu ásamt fótskoðun. Við mælum að sjálfsögðu með því að flestir komi í göngu- og hlaupagreiningu því þar er hægt að sjá talsvert nákvæmari og meiri upplýsingar til að aðstoða viðkomandi sem best varðandi val á skóm ásamt öðru sem getur hjálpað viðkomandi að ná lengra. Slík greining kostar 5.990kr fyrir fullorðna og veittur er fastur 15% afsláttur af skóm í verslun okkar til viðskiptavina sem hafa komið í göngu- og hlaupagreiningu. Það má því segja að gjaldið fyrir greininguna getur borgað sig upp með kaupum á tveimur pörum af hlaupaskóm. Hér má lesa nánar um göngu- og hlaupagreiningu.

Brooks skipta skónum sínum í fjóra flokka eftir hvaða tilfinningu eða upplifun skórinn á að veita þér:

1) ‚CUSHION‘ eru höggdempandi skór sem veita mikla mýkt. Dempunarefnið og hönnun sólans dreifir orkunni úr niðurstiginu út til hliðanna og því í burtu frá fætinum og líkamanum og minnka þar af leiðandi álag. Þeir sem eru að byrja að hlaupa ættu ávallt að leita í þennan flokk og alls ekki kaupa sér ódýra og oft lélega skó til að spara pening, það endar oftast í eymslum og annað hvort hættir viðkomandi að hlaupa eða neyðist til að kaupa sér annað par af skóm. Skór í þessum flokk henta í hvaða vegalengd sem er og flestir vanir hlauparar nota þá í megnið af hlaupunum sínum til að draga úr hættu á álagsmeiðslum.

2) ‚ENERGIZE‘ eru fjaðrandi skór. Dempunarefni og hönnun þeirra er að nýta orkuna úr niðurstiginu til að gefa þeir meiri kraft í skrefið og rúlla fætinum fljótt úr niðurstigi yfir í fráspark, því henta þeir einstaklega vel þegar hlaupið er á meiri hraða, hvort sem um styttri eða lengri vegalengdir er að ræða enda eru slíkir skór gríðarlega vinsælir sem keppnisskór í heilt og hálft maraþon. Þegar orkunni er fjaðrað aftur til líkamans þurfa vöðvar og stuðningsvefur að þola meira álag og því er mælt með að viðkomandi sé í góðu líkamlegu ástandi og nokkuð vanur hlaupari.

3) ‚CONNECT‘ eru léttir skór með flatari sóla heldur en hefbundinn hlaupaskór. Hæðarmismunur hæls og tábergs eru öllu jafnan 4mm samanborið við 8-12mm í flestum öðrum skóm. Þetta setur fótinn í stöðu sem býður upp á niðurstig framar á fætinum, þeir henta því frábærlega þeim sem hlaupa á miðfætinum eða táberginu en hafa þó líka ágæta dempun í hæl. Hönnun sólans er líka stöðug til hliðanna og mælum við hiklaust með þessum skóm í almenna líkamsrækt.

4) ‚SPEED‘ eru eins og nafnið gefur til kynna mjög hraðir skór. Hér er einungis eitt sem skiptir máli, hraði, hraði og meiri hraði. Allt í skónum er gert til að hafa þá eins létta og kostur er ásamt því að veita mikla fjöðrun. Þessir skór eru þar af leiðandi einungis fyrir vana hlaupara.

Stærð skiptir einnig miklu máli þegar velja skal hlaupaskó. Við segjum oft „þú ert ekki með skóstærð, heldur fótastærð“ því oftar en ekki þarf að velja stærra númer í hlaupaskóm heldur en vanalega. Ástæðan fyrir því er ekki einungis sú að hlaupaskór verða að vera rúmir um tær og táberg heldur ef horft er til evrópskra skóstærða eru eingöngu heil númer og munar 6,6mm á milli númera, hlaupaskór hinsvegar eru yfirleitt framleiddir eftir amerískum númerum sem eru í hálfum númerum og munar tæpum 5mm á milli númera. Þess vegna er oft betra að horfa á US eða CM í hlaupaskóm heldur en EUR númerið.

Þegar skórnir eru mátaðir er gott að vera í hlaupasokkum en í verslun okkar erum við með sokka til mátunar í öllum stærðum og jafnvel mismunandi þykktum. Mikilvægt er að hafa 5-15mm fyrir framan tær þegar stigið er í fótinn því fóturinn flest út þegar stigið er í hann og hann mun þrútna út þegar farið er að hlaupa eða ganga, því er ekki hægt að segja það nógu oft að hafa gott rými um tær og táberg. Ef þú ert í vafa, þá er gamla góða tuggan um að koma putta fyrir aftan hælinn í fullu gildi, hafðu reimar lausar, færðu fótinn framar í skóinn svo þú snertir með tánum en ekki í kremju og þú ættir að koma vísifingri auðveldlega fyrir aftan hælinn. Ef skórinn er í réttri lengd en hællinn er að hreyfast of mikið þá getur starfsmaður okkar sýnt þér reimunaraðferð til að læsa hælinn niður í skónum. Athugið að oft geta verið tvær stærðir verið í lagi og fer eftir því hvort þú viljir meira eða minna rými, til dæmis velja margir að taka utanvegaskó aðeins rýmri svo tærnar rekist ekki fram í þegar hlaupið er niður brattar brekkur. Svo aldrei ákveða að eitthvað eitt númer sé þitt númer.

Við viljum benda á mikilvægi hlaupasokka en innvolsið í hlaupaskóm er hannað í samræmi við efnin í góðum hlaupasokkum til að minnka hættu á nuddi og núning sem getur valdið hælsærum. Einnig anda sokkarnir vel og færa svita frá húðinni.

Utanvegaskór eru svo annar stíll af hlaupaskóm ætlaðir í hlaup á grófu, óstöðugu og ójöfnu undirlagi. Þeir eru mjög frábrugðnir götuskóm þó það sé ekki alltaf augljóst þegar á þá er litið. Augljóslega er sólinn grófari sem gerir hann gripmeiri í náttúrunni og það gerir skóinn óþægilegri á götu. Dempunarefnið og hönnunin er öðruvísi en utanvegaskór eru yfirleitt ögn stífari en götuskór vegna þess að undirlagið er mýkra og með því að gera sólann stífari verður hann stöðugri. Yfirbyggingin er sterkari og stífari til að þola meira krefjandi umhverfi. Þess vegna mælum við ekki með að nota annað hvort götuskó né utanvegaskó í bæði götu- og utanvegahlaup.

0
    0
    Karfa
    Karfan er tómTil baka í verslun
        Við mælum með SmellWell fyrir föt og skó